"Show" fyrir ferðamennina

Háhyrningarnir láta ekki að sér hæða enda enska nafnið á þeim "Killer Whale" engin tilviljun. Þetta hefur verið mikil upplifun fyrir ferðamennina að komast þarna í námunda við lífið eins og það er í náttúrunni. Það er ekki tóm sæla enda þurfa allir að berjast fyrir lífi sínu í villtri náttúru. Heyrst hafa sögur af því að hér við land hafi menn séð háhyrninga rífa í sig seli og þeir vinna skipulega. Einu sinni fylgdist ég með um 15-20 háhyrningum halda síldartorfu við yfirborðið og fá nóg að éta. Nokkrir þeirra syntu undir torfuna og héldu henni þannig uppi meðan hinir komu á móti við yfirborðið með opin kjaftinn og sópuðu upp í sig.

Það merkilega er og kannski til umhugsunar fyrir þá sem fara í hvalaskoðunina þá er mannskepnan hluti af þessari lífkeðju. Aðferðir mannsins við að drepa skepnur eins og hrefnur eru bara aðrar en háhyrningannna.


mbl.is Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Here In The Real World" Þarna er bara verið að fylgjast með gangi náttúrunnar.  Þó svo að ekki hafi þetta náðst á mynd áður þá er þetta ekki óalgengt, sjómenn hafa nokkuð oft orðið vitni að þessu og eitt kemur ekki fram þarna en það er að háhyrningarnir éta aðeins tunguna úr hrefnunni og láta restina sökkva til botns þar sem hræ ætur sjá um að éta restina af dýrinu.  Ég er ansi hræddur um að eitthvað hefði nú heyrst í hvalverndunarmönnum ef hrefnuveiðimenn hefðu tekið sér um klukkustund í að drepa eina hrefnu en vegna þess að hvalaskoðunarmenn áttu þarna hlut að máli, þá gera Árni Finnsson og hans lið ekkert og finnst þetta bara í góðu lagi.

Jóhann Elíasson, 24.7.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Ragna Þorsteinsdóttir

,,Vegna þess að hvalaskoðunarmenn áttu þarna hlut að máli..." bíddu, ertu að segja að hvalaskoðunarmenn voru að hjálpa við drápið? Hvað áttu hvalaskoðunarmenn eiginlega að gera annað en að sitja bara og fygjast með náttúrunni hafa sinn gang?

Það yrði líka ómannúðlegt ef að við tækum upp á því að eyða klukkutíma eða meira í að drepa einn hval, við höfum tæknina til að koma í veg fyrir þjáningu hjá hvölunum. Háhyrningar hafa ekki alveg jafn þróaðan búnað eins og við mennirnir. 

Ragna Þorsteinsdóttir, 26.7.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband