Letihaugar í golfi

Ætli það sé arðbært að vinna við skemmdir? - Hver borgar mönnum laun fyrir slíkt? - Þetta eru bara vangaveltur út frá fyrirsögninni og byrjun fréttarinnar. - Hitt er annað. - Eru ekki lyklar í þessum fáránlegu farartækjum sem golfbilar eru? - Hvers vegna ekki að taka þá úr? - Ég hef alla tíð haldið að golf væri iðkað til heilsubótar og helsta heilsubótin væri sú að ganga alla þessa leið sem fylgir því að slá kúluna. - Satt að segja vorkenni eg ekki þeim letihaugum sem fara á golfvöllinn undir því yfirskyni að þetta sé heilsubót og skilja svo ökutækin sem flytja þá, golfkylfurnar og jafnvel bjórkippurnar í þeim eftir á vellinum, þannig að hægt sé að koma þeim af stað. - Auðvitað er þetta freystandi fyrir krakka að taka "rúnt" á svona farartækjum. - Ég dáist hins vegar af hinum allt upp undir áttrætt og jafnvel yfir, sem eru að stunda þessa heilsusamlegu íþrótt án þess að keyra um á bíl milli holanna.
mbl.is Skemmdir unnar á Strandarvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það er til fólk sem er í ágætu formi en af einhverjum ástæðum getur það kannski ekki gengið þessa kílómetra sem einn golfhringur er. Það geta verið slæm hné, eða mjaðmir eða hvað sem er. En þetta fólk getur slegið golfbolta og finnst það gaman og þá bara fær það sér golfbíl og ekkert um það að segja meira. En auðvitað á að ganga þannig frá þeim að ekki sé hægt að stela þeim.

Gísli Sigurðsson, 22.7.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Get vel skilið það Gísli og tek undir með þér hvað þetta snertir en efast þó um að allir þeir sem eru á golfbílunum eigi erfitt um gang. Tek undir með þér að menn eiga að ganga almennilega frá þessum græjum.

Haraldur Bjarnason, 22.7.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband