Undarlegasta stofnun í heimi

Þetta Hvalveiðiráð er örugglega ein undarlegasta stofnun í heimi. Þetta hefur í langan tíma verið tómt rugl. Það hefur nánast ekkert haft með veiðar að gera frekar verið á bandi ofstækisfullra manna sem skilja ekki að viðhalda þarf jafnvægi í lífríki hafsins. Til þess að tryggja það hafa í gegnum tíðina landluktar þjóðir, sem aldrei hafa hvali séð, verið keyptar til fylgilags. Nú er þetta ráð sammála um að gera ekki neitt í neinu og láta allt reka á reiðanum í þessum málum. Á meðan dunda hvalastofnar sér við að hreinsa upp fiskistofna og það sem fiskurinn lifir á hér í norðurhöfum.

Hrefna Hrefna sem veiddist um 30 mílur vestur af Akranesi fyrir stuttu.


mbl.is Hvalveiðideilum slegið á frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vill ég nota tækifæris og benda á að þetta er ekki alþjóða Hvalveiðiráðið ...
Þetta er alþjóða Hvalfriðunarráðið

En annars er það rétt hjá þér ... þetta er bara skrípaleikur í gangi hjá þeim, og eru kanarnir sennilegast langverztir í þessu.  Sem eru reyndar lang stærsta hvalveiðiþjóðin (en ekki segja frá, má enginn vita)

Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband