Síld í Hvalfirði - Ætli Hafró skoði það?

Ríkisútvarpið sagði frá því í fréttum í dag að fundist hefði síld inn á Hvalfirði. http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item214483/

Jónas Georgsson vélstjóri og sjómaður í tæpa hálfa öld telur fullvíst að talsvert sé af síld í Galtavíkurdýpi en þar var einmitt góð veiði fyrir um 60 árum þegar Hvalfjarðarsíldin var og hét. Nú er það spurningin hvort Hafrannsóknarstofnun afskrifar þetta strax sem smásíld eða kannar málið. Því miður hefur stofnunin áður orðið uppvís að því að horfa framhjá ábendingum sjómanna um síld, eins og á Breiðafirði, en þar veiddist svo allur síldarkvótinn í fyrra og það nánast allur inn á einum firði; Grundarfirði. Nú er stutt fyrir Hafró að fara frá Reykjavík og olíukostnaður ætti ekki að hindra skoðun á þessum síldarfregnum. Hrefnuveiðimenn sögðust líka hafa orðið varir við síld um 30 mílur vestur af Akranesi í síðustu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband