Óbreytanlegar reglur

Þessi afstaða Siglingastofnunar minnir svolítið á það þegar framtakssamir menn á Fljótsdalshéraði fluttu til landsins myndarlegt farþegaskip til fólksflutninga á Lagarfljóti; Lagarfljótsorminn. Þá kom í ljós að engar sérstakar reglur voru til um siglingar farþegaskipa á vötnum inn í landi. Sömu reglur þurftu því að gilda um Lagarfljótsorminn og ef hann hefði verið siglingum úti á rúmsjó. Sem sagt; fullkomnir gúmmíbjörgunarbátar með neyðarblysum, neyðarmat og öllu slíku. Björgunraflekar sem fylgdu skipinu þegar það kom dugðu ekki. Allur búnaður um borð þurfti að vera samkvæmt reglum Siglingastofnunar og til viðbótar giltu auðvitað reglur um veitingusöluna um borð á sama hátt og í landi.

Það var sérstaklega spaugilegt að sjá þarna alla gúmmíbjörgunarbátana, því ef eitthvað kemur upp á hjá þessu skipi er fljótlegast að renna því upp í fjöru, enda breidd Lagarfljótsins ekki meira en svo að slíkt tekur örugglega ekki meira en 5 mínútur, tæplega hægt með góðu mót að setja á flot gúmmíbjörgunarbát og koma fólki í hann á þeim tíma. Þær eru oft skondnar þessar reglur og reglugerðarfarganið kom svo sannarlega í ljós þegar þetta skip kom til landsins og það á fleiri sviðum en þeim sem sneru að Siglingastofnun. Það er eins og þar geri menn sér ekki grein fyrir að reglur eru breytanlegar eins og önnur mannanna verk. Þær þurfa að taka mið af aðstæðum hverju sinni.


mbl.is Veitingaskip eru talin skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Athyglisvert...

Gulli litli, 24.6.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband