Á leið á Skagann

Jæja þá er komið að því að hugsa sér til hreyfings. Dagurinn fer að mestu í að undirbúa flutning til Akraness þar sem ég ætla að mestu leyti að vera í sumar við afleysingar hjá héraðsfréttablaðinu Skessuhorni . Það gekk erfiðlega að finna húsnæði, þótt ekki væru kröfurnar stórar, en leigumarkaður virðist vera umsetinn á Akranesi. En búið að leysa málið.

Þetta árið hef ég verið við störf á Akureyri, aðallega prófarkalestur en einnig blaðamennsku og skyld störf. Nú tekur fréttamennskan við á ný en síðustu 30 árin hefur hún nær eingöngu verið mitt hlutskipti með smá hliðarsporum þó. Það verður spennandi að takast á við verkefnin hjá Skessuhorni, sem þjónar Vesturlandi öllu. Ekki ósvipað og er með Ríkisútvarpið á Austurlandi sem er með allt gamla Austurlandskjördæmið undir, en þar var ég í 18 ár og áður hjá héraðsfréttablaðinu Austurlandi, sem hafði sama hlutverk.

Vona að ég eigi skemmtilegt "comeback" á Skagann. Ég flutti þaðan árið 1986 eftir að hafa stýrt Bæjarblaðinu í 8 ár í samvinnu við góða menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Eigðu gott sumar á Skaganum Haraldur

Sigrún Jónsdóttir, 6.6.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Takk fyrir það. Ég fékk meira að segja húsnæði innarlega á Vesturgötunni. Þannig að nær kemst ég ekki æskuslóðunum.

Haraldur Bjarnason, 6.6.2008 kl. 09:56

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hún hefur svo sannarlega aðdráttarafl Vesturgatan, fyrir þá sem hafa alist þar upp.  Eldri sonur minn vildi flytja þangað aftur fyrir u.þ.b. ári síðan og skoðaði bara hús við Vesturgötuna, en hætti við flutninga þar sem kærastan vildi ekki fylgja með

Sigrún Jónsdóttir, 6.6.2008 kl. 10:13

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gaman að vita, Haraldur og gangi þér sem allra best.  Þú hefur sko heldur betur átt stórmerkilegan feril og alltaf fannst mér eins og gamall og góður "heimilisvinur" væri í útvarpinu, þegar ég hlustaði á "Auðlindina" hér í den.  Ég á nokkuð mara ættingja á Skaganum og meira að segja er fólk á Vesturgötunni.  Enn og aftur óska ég þér gæfu og bjartrar framtíðar.

Jóhann Elíasson, 6.6.2008 kl. 10:43

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já þakka þér fyrir Jóhann. Þetta sem þú segi rum Auðlindina hef ég heyrt frá mjög mörgum á þessum rúmu tveimur árum síðan hún var lögð af. Þessi þáttur hafði mikla hlustun en ekki að sama skapi skilning þeirra sem ákváðu að leggja hana niður. - Nú er ég mættur á Skagann.- Kom um kl. 21 og er að koma mér fyrir.

Haraldur Bjarnason, 6.6.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þetta er það sem þú kannt öðrum betur. Gangi þér vel á Skessuhorninu vonandi get ég fylgst með því á netinu. Kveðjur bestar Elma

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.6.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband