Ætli það sé ekki fleira en grænmetið undir fölsku flaggi

Íslenskt vatn það eina íslenska við sumt af grænmetinu. Sumir hafa nú verið að segja svipað um Volvoinn að ekkert sé sænskt í honum nema vatnið á vatnskassanum og loftið í dekkjunum, en það er nú önnur saga.

Það er gott hjá Jónsen að vekja athygli á þessu. Líklega er þó víða pottur brotinn í þessu. Í það minnsta eru sardínur í dósum með íslenskri áletrun örugglega ekki íslenskar. Hvað með grænu baunirnar, maískornið, þurrkaða ávexti og margt fleira? Sumu af þessu er kannski pakkað hér á landi en ekki nærri öllu þótt áletranir séu íslenskar. Hvernig er það svo með kjötfarsið og hakkið? - Ætli það sé allt úr íslensku kjöti? - Svona má ábyggilega lengi telja, því eftirliti er ábótavant. - Örugglega er ýmislegt, sem við kaupum undir fölsku flaggi.


mbl.is Grænmeti þvegið úr íslensku vatni og selt sem íslenskt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Jú Haraldur það er víða pottur brotinn. Þú talar um hakkið. Hefurðu hugleitt hvar allt kýrkjötið er. Hefurðu nokkurn tíma séð kýrkjöt á boðstólnum á Íslandi. Staðreyndin er sú að megnið af því er selt sem nautakjöt, lundirnar, innralærið, hakkið o sv frv. Ég er hræddur um að húsmóðirin sem keypti nautalundirnar úti í búð fyrir 3.990.- kr kg fengi hland fyrir hjartað ef hún kæmist að því að þetta er af 12 vetra gamalli mjólkurkú.

J. Trausti Magnússon, 21.5.2008 kl. 20:52

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Rétt hjá þér Trausti. Við vitum auðvitað ekkert hvað er í þessum unnu kjötvörum. Kýrnar týnast allar í kerfinu og þeirra er hvergi getið eftir slátrun. Bóndinn fær einhvern skít á priki fyrir en svo er þetta selt í pökkum sem blandað hakk eða eitthvað annað. Fyrir utan það sem þú nefnir innlærið, lundirnar og hvað eina. Maður hefur oftar en ekki séð þetta renna niður í ekki neitt á pönnunni. - málið er bara einfalt eins og "Lundi" Jónsen er að benda á, það er ekkert eftirlit virkt með þessu. Það eru bara allir pottar brotnar í íslensku eftirlitskerfi, hvar sem er. Skiptir þá engu hvort það eru matvæli eða annað.

Haraldur Bjarnason, 21.5.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er mikið að Íslensku eftirlitskerfi því sumt af því virkar mjög svo illa.

Grænmeti er margt um 90 % vatn, þannig að vatnið sem er í því er ekki íslenskt, það vatn sem skolar útlenda skítinn af ví var hins vegar íslensk.

Ég er alveg viss um það strákar (hér að ofan) að kýrkjöt er gott á bragðið, vel alin á góðu fóðri, af hverju má ekki nota það góða kjöt til manneldis ? Spyr bara..

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.5.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

En "Lundi" og fleiri hafa voða miklar áhyggjur af hversu eftirlitið er ónýtt allstaðar útí Evrópu og vilja ekki rugla neinum reitum við slíka drjóla?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.5.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú Guðrún Þóra, kýrkjöt getur auðvitað verið fyrirtaks matur.....en...þá á það að heita kýrkjöt í búðum en ekki eitthvað annað...pylsur...blandað ungnautahakk....blandað hakk....beikonpylsa....Hvað sem er - við eigum að vita hvað við kaupum og hvað við borgum fyrir. Bændur fá borgað fyir vöru sem þeir  selja, svo er þetta falið í flottum pakkningum með fínum nöfnum og selt á margföldu verði.

Haraldur Bjarnason, 21.5.2008 kl. 22:10

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þegar ég kaupi pylsur sem er sjaldan og bjúgu sem er oftar þá veit ég að þar er hrossakjöt og allt mögulegt annað, mér finnst það samt gott og læt það eftir mér. Það er til dæmis engin innihaldslýsing á kjötfarsi úr kjötborði og fáir spyrja hvað sé í því.

Annars er ég alls ekki að verja merkingu matvæla því þar er ekkert eftirlit og ef þú gerir athugasemt þá er heldur ekkert gert. Ég hef reynt þetta oft og það eftirlit er alls ekki neitt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.5.2008 kl. 22:17

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þegar ég bjó í Hrísey borðaði maður Galloway kjöt sem keypt var í einangrunarstöðinni. Öndvegisnautakjöt sem enginn mátti borða nema Hríseyingar. Þá var setið um kjöt af fyrsta kálfs kú. Það þótti best.

Víðir Benediktsson, 21.5.2008 kl. 22:29

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Víðir, hvar máttuð þið Hríseyingar kúka???......varla í uppi á landi

Haraldur Bjarnason, 21.5.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband