Var þörf fyrir þyrlu líka?

Það er greinilegt að strákræfillinn sem í örvinglan sinni labbaði inn í banka í Hafnarfirði með búrhnífa í hendi er talinn mjög hættulegur glæpamaður. Eðlilegt er að leit sé gerð að honum og reynt að ná honum sem fyrst en viðbúnaðurinn er mikill. - Var svo brýnt að ná honum að þyrlu þyrfti til þess að leita? - Maður veltir þessu fyrir sér í ljósi þess að jafnan er nauðsyn útkalla metin gaumgæfilega áður en þyrla er send af stað vegna mikils kostnaðar. Dæmi eru um slíkt þegar sjómaður slasaðist út af Austfjörðum ekki alls fyrir löngu og sagt var frá í fréttum. - Hver borgar svo kostnaðinn við þyrluna þegar þetta er ekki björgunaraðgerð heldur lögregluaðgerð. Er það bankinn eða færist þetta á reikning lögreglu eða Landhelgisgæslunnar? 

Þessi strákur á greinilega bágt og þarf á hjálp að halda. Svona lagað gera ekki ungir menn nema þeir séu í verulega slæmum málum. Ekki virðist hann hafa haft mikið upp úr krafsinu eftir því sem bankamenn segja.


mbl.is Ræninginn ófundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú nokkuð viss um að þyrluflugmennirnir hafi bara verið í sínu reglulega æfingaflugi þegar þeir buðu fram aðstoð sína.  Annars er það alltaf þú sem borgar fyrir þetta :-)

Gústaf M. (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú það er rétt, sama hvaða sjóður það er þá er þetta alltaf skattgreiðenda að lokum. Eflaust hafa þeir fengið einhverja æfingu út úr þessu en útkall var það samt. Aðeins spurning um áherslur, sem ég var að velta fyrir mér. - Læðist að mér að ekki þurfi svona mikinn viðbúnað út af þessu strákgreyi.

Haraldur Bjarnason, 7.5.2008 kl. 20:14

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Af hverju voru frönsku orrustuþoturnar ekki sendar á peyjann. Þetta var akkúrat verkefni fyrir þær enda vopnaðar flugskeytum og miðunarbúnaði. Svo hefði vinnuskólinn í Hafnarfirði tínt gaurinn upp í sumar.

Víðir Benediktsson, 7.5.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ætli hann hafi ekki verið fyrir utan "loftrýmið"

Haraldur Bjarnason, 7.5.2008 kl. 20:15

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ekki virðist hann þó hafa hulið sig vel, líður örugglega ekki á löngu þar til einhver ber kennsl á hann. Og lætur þá Landhelgisgæsluna vita, svo þeir geti sótt greyið.

Lilja G. Bolladóttir, 7.5.2008 kl. 20:31

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já ég held nú að strákgreyið skili sér fljótt. Hef á tilfinningunni að eitthvað annað en glæpahneigð hafi ráðið ferðinni.

Haraldur Bjarnason, 7.5.2008 kl. 20:37

7 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það hefur trúlega verið mikil þörf fyrir einhver "efni" sem fékk hann til að framkvæma þennan verknað.

Mér finnst líka önnur hlið á þessu það er að þegar það fréttist að allt fer í gang verður það vonandi víti til varnaðar fyrir aðra.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.5.2008 kl. 22:11

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ef það er rétt sem þú ályktar Guðrún Þóra að einhver efni hafi fengið drenginn í þetta þá er ég hræddur um að miklar lögregluaðgerðir dugi ekki til að vera víti til varnaðar. Fíknin er sterkari en hræðsla við slíkt.

Haraldur Bjarnason, 7.5.2008 kl. 23:34

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Maður veltir því oft fyrir sér, hvor er verri.  Sá sem stendur fyrir framan borðið með hótun og hylur andlit sitt og fær nokkra þúsundkalla, eða stjórnandinn sem fer út með tugi milljóna í starfslokasamning. 

Benedikt V. Warén, 8.5.2008 kl. 00:39

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Satt að segja held ég að þeim fyrrnefnda sé hægt að bjarga en hinum síðarnefnda er alls ekki við bjargandi, Pelli. Hann lifir í þeirri trú að þetta sé eðlilegt og samfélagið tekur þátt í því.

Haraldur Bjarnason, 8.5.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband