Mat á umhverfisáhrifum er ekki sama og umhverfismat.

Ég er ekki hissa á því að ljóst sé að ríkissjóður borgi ekki kostnað við umhverfismat vegna olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum. Umhverfismat er nefnilega ekki gert fyrr en að loknum framkvæmdum. Áður en til framkvæmda kemur eru umhverfisáhrif metin samkvæmt sérstökum lögum um mat á umhverfisáhrifum. Kostnaður við mat á umhverfisáhrifum fellur á þann, sem framkvæmir. Mat á umhverfisáhrifum við Kárahnjúkavirkjun er talið hafa kostað um 300 milljónir, sem  Landsvirkjun greiðir, en það var ekki kostnaður við umhverfismat, eins og haft er eftir Álfheiði. Slíkt mat hefur ekki verið gert þar enn.

Í fréttinni er farið rangt með þessi hugtök því framkvæmdum á Vestfjörðum er ekki lokið. Þetta er ekki flóknara en svona: Mat á umhverfisáhrifum er gert fyrir framkvæmdir. Umhverfismat að loknum framkvæmdum.


mbl.is Borga ekki umhverfismat fyrir olíuhreinsunarstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Björnsson

Þetta er rétt og rangt. Það er rétt að mat á umhverfisáhrifum og umhverfismat er ekki það sama. En umhverfismat fer ekki bara fram eftir að framkvæmd lýkur heldur áður líka því til þess að geta metið umhverfisáhrif þarftu að meta umhverfið.

En í hugum fólks er þetta sami hluturinn og það gera sér vel flestir grein fyrir því að verið er að tala um mat á umhverfisáhrifum þegar talað er um umhverfismat, þótt að strangt til tekið sé það ekki sami hluturinn.

Magnús Björnsson, 7.5.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Get alveg tekið undir þetta með þér Magnús. Umhverfismat er líka hluti af mati á umhverfisáhrifum, en bara lítill hluti þess, margt annað kemur til. Þetta er nýlegt í málinu en einfaldasta skýringin er sú, sem ég legg fram þarna. Þegar undirbúningur að Kárahnjúkavirkjun hófst var lögð áhersla á þennan skilning við okkur, sem fjölluðum um undirbúninginn. Ég man eftir athugasemdum um þetta frá verkfræðingum og málfræðingum líka. Enda kallast lögin: "Lög um mat á umhverfisáhrifum". - Annars er þetta það skemmtilega við íslenskuna. Það er endalaust hægt að velta henni fyrir sér. 

Haraldur Bjarnason, 7.5.2008 kl. 09:46

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...og kannski rétt að bæta við þetta: Til að rugla þetta ekki enn frekar ættu fjölmiðlar og ekki síður alþingismenn og ráðherrar að temja sér að nota þau hugtök sem við eiga hverju sinni. Í þessu tilfelli: mat á umhverfisáhrifum.

Haraldur Bjarnason, 7.5.2008 kl. 10:17

4 identicon

En hversvegna var þessi fyrirspurn frá þingmanninum ?  Það er allt á hreynu með það hver á að borga þetta einsog sést á vef skipulastofnunar:
 http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/key2/aysr6tme4p.html

...”fuzz about nothing” ?

bjarni guðmundsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 11:49

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það held ég sé erfitt að skilja Bjarni og Álfheiður geti ein svarað. Þetta er á hreinu í lögunum eins og þú bendir á auk þess sem ekkert hefur verið ákveðið um framkvæmdir, þannig að það er einfaldlega ekki komið að mati á umhverfsáhrifum. Ekki einu sinni vitað hver sér um framkvæmdir og því enn síður hver borgi.

Haraldur Bjarnason, 7.5.2008 kl. 12:42

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta var fróðlegl lesning ég vissi alls ekki um þennan mun. Takk fyrir þetta.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.5.2008 kl. 13:42

7 identicon

sama segi ég , en er þá búið að gera umhverfismat fyrir austan ? og hvað sagði það ? og hvaða máli skiptir það ? Og annað Landsvirkjun borgaði matið , en er það ekki þjóðin sem á eða átti þessa landsvirkjun. Var gert mat á umhverfisáhrifum vegna álversins á Reyðarfirði?, hver borgaði það ? og svo umhverfismatið sem gera á eftirá , hver greiðir það ? og hvað kostar það ?

bestu kveðjur

Guðrún (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:20

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun er ekki enn lokið. Ennþá er mikið verk eftir við Hraunaveitur og því verki á ekki að vera lokið fyrr en í september á næsta ári. Landsvirkjun er að stærstum hluta í eigu ríkisins en sér fyrirtæki auðvitað þannig að ríkissjóður borgar ekki. Það var gert mat á umhverfisáhrifum vegna álvers við Reyðarfjörð. Fullt af athugasemdum kom og tekið tillit til sumra þeirra. Reikna með að Alcoa hafi borgað það eins og lög gera ráð fyrir en held samt að Alcoa hafi keypt eitthvað af því sem Norsk Hydro var búið að láta gera. Annars á að vera hægt að nálgast flestar ef ekki allar þessar upplýsingar á vef Skipulagsstofnunar.

Haraldur Bjarnason, 7.5.2008 kl. 20:34

9 identicon

Takk fyrir þetta kall.

Guðrún (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband