Svo er verið að tala um smá umferðartafir hér

Argentínskir bændur eru ekkert að tvínóna við hlutina í sínum mótmælum. Búnir að trufla og hindra umferð í 16 daga á helstu hraðbrautum landsins til að mótmæla hækkuðum útflutningssköttum á sojabaunir. Þeir hafa lent í útistöðum við reiða vörubílstjóra, sem ekki hafa komist leiðar sinnar. - Svo eru menn að básúnast yfir smá töfum vegna mótmæla trukkabílstjóra hér á landi. Mótmælum sem koma öllum almenningi til góða, nái þau tilætluðum árangri. - Hræðsla um að löggu,- sjúkra- og brunabílar komist ekki leiðar sinnar er það sem hæst fer í umræðunni vegna mótmæla bílstjóranna. - Mótmæli argentínsku bændanna minna svolítið á mótmæli franskra bænda í gegnum tíðina, nema hvað þeir hafa verið heldur róttækari og losað mykju á fínustu torgin. - Hér fara svo samkeppnisyfirvöld af stað þegar bændur fá nokkurra króna hækkun ofan á mjólkurlítrann á sama tíma og öll þeirra aðföng hafa snarhækkað í verði, líklega telur sú stofnun nauðsynlegt að berja svona ósóma niður. - Nei við Íslendingar erum vanir því að láta valta yfir okkur og eina sem stjórnvöld skoða nú er hvernig megi redda þessum "nýríku" bankastrákum, sem nú eru með sparibuxurnar á hælunum. - Það er gert með vaxtahækkunum á skítblankann almúgann. 
mbl.is Bændur hættu aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thessi motmaeli eru sko ekkert haett thott their stoppi i 3 klst. og thetta er ekkert bara baendur og ekkert bara skatur a sojavorur, thetta er skattur a allan utfluttning matvoru vegna thess ad storir framleidendur(ATH ekki thessi venjulegi smabondi heldur storar jardir og einstaklingar sem leigja mikid magn landsvaedi) graeda gifurlegar fjarupphaedir a utfluttningi sinum, og borga samt sem adur starfsfolki a jordunum skit og kanil i laun. Thetta eru storir framleidendur ad motmaela en ekki baendur. Svo thar ad auki eru thessi motmaeli bara kolologleg og hindra baedi frelsi folks til vinnu, menntunar og ferda. Matvoruverslanir eru tomar, vandar mikin hluta nemanda i skolum landsins(tha bara i sma baejunum tha), Gifurlegir fjarmunir tapast vegna thess ad thad tharf ad henda matvoru sem kemst ekki til skila, mjog morg fyrirtaeki her eru steingeld utaf af thessu. Og folk kemst bara almennt EKKERT a milli stada sokum thess hve flugsamgongur tydkast ekki her thott thaer seu til stadar en samt sem adur ekki innan taks fyrir hinn almenna borgara sokum verds.

 Skiptinemi i Argentinu...

Asmundur (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Takk fyrir þessar skýringar Ásmundur. Það er alltaf gott að fá málin útskýrð frá þeim sem eru á staðnum því fréttaskeytin, eins og mbl.is er að nota, segja ekki alltaf alla söguna. Það er greinilegt að þetta eru engin smá mótmæli þarna og eins og þú bendir á ekki frá svona venjulegum bændum, eins og við þekkjum hér. Þeir hljóta þó að njóta liðsinnis fjölmargra, miðað hve víðtækt þetta er. Þessi mótmæli eru auðvitað ólögleg og það eru þau vissulega hér, enda á það við um flest mótmæli, sem eitthvað kveður að. Þessir landeigendur eru eflaust mestu fantar og skammta naumt til sinna leiguliða.

Haraldur Bjarnason, 29.3.2008 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband