Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Árni, sparkaðu í rassinn á samráðherrunum!

Það sem Árni þarf að gera núna er að sparka í rassinn á samráðherrum sínum og gefa skít í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það þarf að lækka vexti í landinu. Atvinnulífið kemst ekki í gang fyrr. Atvinnuleysistryggingasjóður er ekki lausnin. Hann þýðir bara útgjöld fyrir ríkið. Atvinnulífið í landinu er það sem gefur tekjur og almenna heilsu fyrir fólk. Fólk er fyrirtæki og fyrirtæki eru fólk. Án þeirra er allt lamað. Að afla aukinna tekna í atvinnuleysissjóð er einfaldlega álögur á almenning. Almenninginn sem ekki tók þátt í sukkinu en verður nú að taka afleiðingum timburmannanna. Skilið láninu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og þá reddast þetta.
mbl.is Árni staðráðinn í að bjarga Atvinnuleysistryggingasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla að bóka þjóðgarð sem eign

Þetta hefur í mörg ár verið ástæðan fyrir því að ekkert hefur verið hróflað við kvótakerfinu og ekki aukið við kvótann. Sægreifarnir hafa bókfært þjóðareignina, óveidda fiskinn í sjónum, sem sína eigna. Aukinn kvóti gæti því lækkað kvótaverð og minnkað eignina. Ætli að maður geti bókfært einhvern þjóðgarðinn sem eign? Ég er að hugsa um að bókfæra Vatnajökulsþjóðgarð sem mína eign og jafnvel Þingvelli líka.
mbl.is „Hendið þessari hugmynd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi karl ræður engu

Held að þessi karl ráði engu um efnahagsmálin. Meðan hann heldur tryggð við lánskjaravísitöluna er ekki von á góðu. Hann ræður engu og ekki Jóhanna heldur. Við erum í klafa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
mbl.is Horfur um efnahagsbata verri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl

Hvernig í fjandanum fá Jóhanna og Seðlabankinn það út að skuldavandi heimilanna sé minni en hann var? - Er allt talið inn í? - Skuldir heimla eru nefnilega meira en íbúðalán. - Kannski geta fjölskyldur borgað af íbúðalánum en þá eru eftir matarkaup, bílálán (gengistryggð), bleyjur (gengistryggðar) Neysluvísitalan, sem hækkar lán heimilana ef brennivín, tóbak og bensín hækka. Húsnæðisverð skiptir ekki svo miklu ef fjölskyldan getur haldið húsnæðinu og búið í þvi áfram, en svo eru lögfræðingar til og gegn þeim hafa fjölskyldur engin ráð. Margt fleira er hægt að tína til.
mbl.is Skuldavandinn minni en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logos?

Logos. Er það ekki einhver hluti af íslenska lögfræðingasamsærinu (lesist mafía)?
mbl.is Húsleit hjá Logos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn hvað?

Öll spjót standa á Seðlabankanum, segir Gylfi. Eru það ekki helst spjót Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem þar stinga. Hann ræður öllu. Hvorki Seðlabankinn né ríkisstjórnin hafa neitt með efnahagasmál þessarar þjóðar að gera. Samningurinn sem Geir og Solla gerðu um lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum múlbindur okkur. Skilum þessu fjandans láni eins og lagt hefur verið til. Við getum örugglega reddað okkur út úr klúðrinu án þessa batteríis.


mbl.is Strandar á vöxtum Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að búa í Kópavogi

Það er gott að búa í Kópavogi. Þar er líka gott að eiga "dótturfélög".
mbl.is 9,6 milljarða halli hjá Kópavogsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning um áherslur

Þetta er sannarlega glæsilegt skip og eflaust er nýi Þór enn glæsilegra skip og betur útbúið. En það dugar skammt þegar ekki eru peningar til að gera skipið út. Fyrst varla er hægt að halda viðunandi vaktakerfi fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar og varðskipin liggja bundin við bryggju, þá er varla von til að hægt verði að gera út svo glæsilegt skip. Þörfin er þó vissulega fyrir hendi, bæði við að gæta fiskveiðilögsögunnar og vegna öryggis sjómanna. Ætla rétt að vona að hægt verði að gera nýja Þór út þegar hann kemur til landsins. Þetta er spurning um áherslur, eins og alltaf.
mbl.is Norskt systurskip Þórs í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband