Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Gerið eitthvað af viti

Reynið nú að gera eitthvað af viti í þessu fallega umhverfi.

Snæfell  Egilsstaðir 021


mbl.is Forsætisráðherrar funda á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tl hvers?

Til hvers? Alþjóða galdeyrissjóðurinnn ræður öllu. Jóhanna og Steingrímur eru bara upp á punt.
mbl.is Ráðherrar flykkjast til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar teknir af viðskiptavinum án leyfis og afhentir öðrum

Forsvarsmenn olíufélaganna hafa nú viðurkennt að hafa snuðað viðskiptavini sína þegar þeir hækkuðu eldsneytisverð í heimildarleysi. Það að setja þá upphæð, sem viðskiptavinirnir eiga inni hjá olúfélögunum, til góðgerðarmála er líka gert án heimildar. Veit ekki til þess að ég eða aðrir viðskiptavinir hafi verið spurðir leyfis til að peningar okkar séu látnir renna eitthvað annað en til okkar sem eigum þá. Þetta myndi víðast hvar kallast þjófnaður. Hvað ætli talsmaður neytenda segi við þessu.


mbl.is Gefur lítið fyir samræmiskenningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru útrásarvíkingarnir á skrá?

Bankaleynd er nokkuð sem oft hefur komið upp í fréttum af rannsókn á fjárglæfrum gauranna sem komu þjóðinni á hausinn. Hún er notuð sem vörn gegn því að veita upplýsingar. Oft hefur manni verið hugsað til þessarar bankaleyndar þegar þetta fyrirtæki, sem sér um vanskilaskrána, er nefnt. Það fær allar sínar upplýsingar þrátt fyrir bankaleyndina og fær hiklaust að setja á svartan lista þá sem einhverra hluta vegna geti ekki staðið undir því sem þeir ætluðu. Ætli útrásarvíkingarnir séu á skrá þarna líka?
mbl.is Nærri 19 þúsund á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friða þorsk án fæðu til að hann fjölgi sér

Þessi tilvtinun í skýrslu Hafró er athyglisverð:

„Það er reyndar afar mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að megin tilgangur farsællar fiskveiðistjórnunar er að tryggja hagkvæmar fiskveiðar og skynsamlega nýtingu árganganna, en einnig að lágmarka hættu á nýliðunarbresti af völdum of þungrar sóknar. Þessu fylgir að með bættum árangri í stjórn veiðanna verður meira af fiski á miðunum og háværari krafa um að þá sé tímabært að auka við aflaheimildir," 

Hafró er enn að boða sama ruglið og síðustu áratugi. Friðun án fæðu til að fita þorskinn og fjölga honum. Ætli 300 þúsund tonna þorskveiði núna væru ekki hæfileg veiði til að halda við stofninum og sjá til þess að nýliðun verði eðlileg. Kannsi þarf að veiða enn meira enda er nóg af þorski allt í kringum landið.

IMG_9222 Mokveiði af þorski á Akranesi í vor. Þetta er fiskur sem Hafró veit ekki að er til.


mbl.is Of mikil sókn myndi setja þorskinn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert forðuðu þeir slysinu?

Eitthvað skrítið við þessa frétt. Vél sett í gang með kúplað að. Engin í stýrishúsi. En skrítnast af öllu er þó það orðalag mbl.is að björgunarmönnum hafi með snarræði tekist að forða slysi. Ekkert smá snarræði það og hvert forðuðu þeir slysinu? í næsta pláss, eða hvað? - Kannski komu þeir í veg fyrir slys með snarræði sínu en þeir forðuðu því ekkert.
mbl.is Stjórnlaust björgunarskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömlu gildin

Gömlu gildin eru að taka við hvert af öðru. bankar eru í ríkiseigu, gjaldeyrishöft og fyrrverandi forstjóri að taka við Flugleiðum, svo eitthvað sé nefnt. Hvernig væri að leyfa líka svona 300 þúsund tonna þorskveiði? Það er nokkuð sem gekk hér áður fyrr og ríflega það. Ekki varð það þorskstofninum til skaða.
mbl.is Sigurður til Icelandair?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers?

Til hvers er verið að eyða peningum í þessa nefndafundi? Það er löngu ljóst að Davíð, Geir og Solla gerðu samning við Alþjóða gjaldeyrssjóðinn. Það er hann sem ræður.
mbl.is Utanríkismálanefnd á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn á að geyma þorskinn

Alltaf jafn gáfulegur í viðtölunum Hafróforstjórinn. Hann ætlar áfram að geyma þorsk í sjónum til að stækka stofninn. Löngu er vitað að það gengur ekki upp. Þvílíkt rugl. 300 þúsund tonn af þorski hefðu verið eðlilegri núna en það sem hann leggur til.
mbl.is 150 þúsund tonna þorskkvóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hlaupið út úr þessu

Það er alveg ljóst að ekki verður hlaupið út úr þessu fáránlega kvótakerfi. Því þarf að ná sátt um leiðina milli allra þeirra sem hlut eiga að máli. Miklir hagsmunir eru í húfi. Ekki aðeins fyrir "kvótaeigendur" heldur líka fyrir  útgerðarmenn, sjómenn, fiskvinnslufólk og þjóðina alla. Hvernig væri svo í framhaldinu að auka við kvótann? Það er nægur fiskur í sjónum og áframhaldandi geymslustefna Hafró er aðeins til að eyðileggja fiskveiðar við strendur Íslands.
mbl.is Boðað til sáttafundar um fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband