Líklega fer ýsan beint í sjóinn aftur

Nokkrir dagar búnir af fiskveiðiárinu og sjómenn strax á flótta undan ákveðnum tegundum. Fáránlegasti niðurskurðurinn á kvóta núna var þó að skerða skötuselskvótann. Það kvikindi er komið inn á grunnslóð og grásleppukarlar á Snæfellsnesi voru í vandræðum í vor vegna þess hve mikið kom af skötusel í netin. Einn sagðist hafa fengið 8 tonn á vertíðinni. Það sem alvarlegra er að þetta kvikindi étur allt sem að kjafti kemur og heilu rauðmagarnir komu út úr skötusel í vor. Nú er flótti undan ýsunni og fróðlegt verður að sjá hve miklu af ýsu kvótalitlir landa næstu dagana. Líklega fer talsvert af henni beint í sjóinn aftur. Það er löngu kominn tími til að taka verulega til í þessu fiskveiðistjórnunarkerfi okkar og kann hvað ræður virkilega för við ákvörðun kvóta á tegundir.
mbl.is Þegar á flótta undan ýsunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það fáránlegasta var að setja Skötuselinn undir kvóta, fyrir þeirri ákvörðun voru engar rannsóknir og HAFRÓ þekkti EKKERTtil fisksins eða lifnaðarhátta hans.  Hefðu menn hjá HAFRÓ einfaldlega lagst svo lágt að tala við sjómenn áður en þeir hlupu með tillöguna um að kvótasetja skötuselinn, í Sjávarútvegsráðuneytið, er ég sannfærður um að útkoman hefði verið önnur og heillavænlegri.  Ég er í háskólanámi í dag og hafði hugsað mér að BS-ritgerðin mín fjallaði um fiskveiðistjórnunarkerfið eins og það virkar í dag og hugsanlegar breytingar á því.  Ég viðraði þessar hugmyndir við prófessor við skólann honum leist vel á hugmyndina en bætti svo við "En ef þú villt einhvers staðar fá vinnu eftir þetta nám myndi ég ráðleggja þér eitthvað annað efni".  Nú er ég á báðum áttum, reyndar hringsnýst kompásinn í hausnum á mér.

Jóhann Elíasson, 9.9.2009 kl. 10:17

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Jói. Svona er þetta bara. Þú veist hverjir "eiga" kvótann. LÍÚ gerir líka út Hafró.

Haraldur Bjarnason, 9.9.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hafró er stjórnar af Hafró. það er engin sem hefur nein völd yfir þeim almáttugu goðum sem þar sitja í sínum fílabeinsturnum.

Ef Hafró væri stjórnað af LÍÚ þá væri búið að ráðleggja auka þorskkvótann um 50.000 tonn.

Fannar frá Rifi, 9.9.2009 kl. 22:16

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Jóhann - það er að losna bæjarstjórastarf á Ísafirði næsta vor. Maður með góða þekkingu á kvótanum væri góður í það starf.....! Taktu þetta efni endilega fyrir. Það er ekki hægt að láta kúga sig til hlýðni. Við þurfum fleiri sannleiksfúsa sérfræðinga.... Spurning hvort forstjórastaðan við Hafró losnar ekki innan nokkurra ára. Þá er gott fá umsækendur með þekkingu á kvótakerfinu.....

Ómar Bjarki Smárason, 9.9.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband