Kaupfélög nútímans

Þetta er nákvæmlega sama hlutverkið og kaupfélögin gegndu áður. Bændur voru með allt sitt bundið hjá kaupfélögunum og þau skömmtuðu þeim naumt úr hnefa. Nú er ríkið í þessu hlutverki með sína banka. Sama er að gerast hjá öllum almenningi. Fólk er bundið á klafa bankanna. Þeir eru kaupfélög nútímans.
mbl.is Bankinn kaupir fóðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þeir verða bara að skrifa hjá mér þar til innleggið berst hvenær sem það nú verður.

Magnús Sigurðsson, 18.4.2009 kl. 07:35

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svona var það Maggi og svona er það núna.

Haraldur Bjarnason, 18.4.2009 kl. 08:19

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jú, jú, í þá gömlu góðu daga.

Magnús Sigurðsson, 18.4.2009 kl. 10:17

4 identicon

Fyrir nokkuð mörgum árum síðan kom bóndi einn inn í heildverslun í Reykjavík og spurði um varahlut sem hann þurfti. Hluturinn var til og heildsalinn reiknaði með að bóndinn keypti hlutinn, en hann sagð " Allt í lagi, þú tekur hann frá og ég bið Kaupfélagið heima að panta hann fyrir mig". Að bændur þyrftu fyrirgreiðslu er ekkert nýtt, en oftast áttu bændur inneign hja´Sambandinu en það sá um að bændur hefðu aldrei reiðufé og voru algjörlega háðir þeirri Mafíu. Nú er spurningin hvað borga bændur í vexti til bankans, þegar hann veitir lán til kaupa á nauðsynjavöru? Er það svipað og álagninginn hjá sambandinu á sínum tíma , þegar þeir pöntuðu hluti fyrir bændur?  Það er líkt með kúk og skít.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 12:10

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

V. Jóhannsson þessi lýsing þín er góð og dæmigerð fyrir þá klemmu sem bændur voru í og eru líklega núna. Sambandið og Kaupfélögin voru ekki ókeypis fyrir þá. Þeir borguðu gjald fyrir að geyma sláturafurðir í frysti þar til Kaupfélaginu þóknaðist að selja það. Ýmislegt fleira má telja en núna er þetta að færast í sama gamla farið, bara undir öðrum formerkjum.

Haraldur Bjarnason, 18.4.2009 kl. 12:16

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Steingrímur er alinn upp í samvinnuhugsjóninni þó svo Kaupfélag Langnesinga sé farið veg allrar veraldar man hann trixin.

Það sem verra er að það bjóða allir flokkar upp á gömlu Sambandsleiðina og kaupfélagið heitir IMF.

Magnús Sigurðsson, 18.4.2009 kl. 13:57

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er málið Maggi. Ekki SÍS núna KEA eða KHB. Nú er það IMF.

Haraldur Bjarnason, 18.4.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband