Klessti á!

Hvers konar málfar er þetta? "Klessti á." Er sá sem ritar þetta ennþá á leikskólaaldri? Í það minnsta í málfarsþroska. Ég hef séð þetta orðskrípi notað á vísi.is en þetta er í fyrsta skipti sem ég sé það á mbl.is. Sendið viðkomandi fréttaskrifara aftur í leikskólann.

Viðbót kl 11:29 Batnandi mönnum er best að lifa. Nú er búið að breyta fréttinni. Í stað þess að klessa á lenti bíllinn á ljósastaur. Öllu skárra. Svona var fréttin: Umferðarslys varð á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar á þriðja tímanum í nótt. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og klessti á ljósastaur. Kalla þurfti til slökkvilið til að aftengja rafmagnið í staurnum og klippa farþegana út. Þeir hlutu minniháttar meiðsl.

Hvernig getur staðið á því að ökumaður missi stjórn á bíl sínum við mjög góðar aðstæður.  Engin hálka, lítil umferð en ölvaður ökumaður.


mbl.is Umferðarslys og fíkniefnaakstrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þetta er algengt orð hjá krökkum sem eru um 17 - 18 ára. Þetta er sennilega einhver í starfskynningu, varla fer fullorðin manneskja að nota svona krakka málfar. Einhverstaðar (man ekki hvar) rakst ég á þá lýsingu af vettvangi að bílstjórinn "krassaði" og lenti á ljósastaur!!!! Þar var átt við að bíllinn hefði runnið til í hálku og endað á ljósastaurnum.

Sverrir Einarsson, 12.4.2009 kl. 10:45

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvaða rugl er þetta. Ég er 37 ára og þetta orð var notað í þessu samhengi þegar ég var krakki. Fjölmargir beita enn fyrir sig íslenska sagnorðinu "klessa" þegar um er að ræða þá athöfn að aka á eitthvað. Sérstaklega í þt., sbr. "klessti". Það er tóm þvæla að þetta sé einhver orðanotkun unglinga.

Páll Geir Bjarnason, 12.4.2009 kl. 13:02

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Einmitt PGB krakka málfar. Síðan kemur málfars ÞROSKI.

Sverrir Einarsson, 12.4.2009 kl. 13:25

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nálvæmlega það sem ég sagði. Sumir vaxa aldrei upp úr leikskólatalinu.

Haraldur Bjarnason, 12.4.2009 kl. 13:40

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ég er íslenskufræðingur frá HÍ.

Páll Geir Bjarnason, 12.4.2009 kl. 13:44

6 identicon

En akstrar hvers konar orðskrípi er það eiginlega og það í fyrirsögn? „...fíkniefnaakstrar.“ Minnir á kalda eða heita bakstra. Orðið akstur er ekki til í fleirtölu.

Jóhanna Gísladóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:54

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já þar á bæ hefur því miður verið slakað verulega á. Það er ekki til sóma. Þetta þekki ég af því að hafa lesið prófarkir margra BA nemenda í íslensku við HÍ. Við eigum að tala íslensku við börnin en ekki eitthvað tilbúið barnamál. Nota venjuleg íslensk orð í staðinn fyrir orð eins og klessa. Þá verða 37 ára íslenskufræðingar talandi á íslenska tungu þegar fram í sækir.

Haraldur Bjarnason, 12.4.2009 kl. 13:57

8 identicon

PGB - Í þessu tilfelli hefði ég sleppt því að segjast vera Íslenskufræðingur frá HÍ

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:44

9 identicon

þetta meikar engan sens.

gegt kúl kallinn (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:55

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta keis var bara að gaurinn klessti á, mér var sagt það Halli gamli.

Magnús Sigurðsson, 12.4.2009 kl. 15:48

11 identicon

þú meinar; ,,það var sagt mér", Magnús.

gegt kúl gaurinn (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 16:07

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góður Maggi

Haraldur Bjarnason, 12.4.2009 kl. 16:33

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Satt er það "gegt kúl gaurinn" mér er farið að förlast gullaldarmálið, en þú möndlaðir keisið.

Magnús Sigurðsson, 12.4.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband