Styð Jóa

Það er auðvitað óútreiknanlegt hvaða rök dómnefndin hefur þegar kemur að vali. Í fyrra var Kristján Már Unnarsson, ágætur fjölmiðlamaður, valinn vegna góðrar umfjöllunnar um landsbyggðina. Fyrir það eitt að að skreppa stöku sinnum út fyrir höfuðborgina og sópa upp einhverju sem legið hafði á milli hluta hjá Stöð 2. Þetta var gert á sama tíma og tugur góðra fréttamanna á landsbyggðinni flutti þaðan fréttir daglega. Þessi þrjú sem tilnefnd eru núna eru góðra gjalda verð en ég styð Jóa og viðurkenni fúslega að vera hlutdrægur þar enda starfaði ég með honum í mörg ár. Jóhann Hauksson er heiðvirður og góður fréttamaður sem lætur ekki stjórnast af skyndihagsmunum einhverra. Sama get ég sagt um Þóru Kristínu sem ég starfaði lítilsháttar með en Sigrúnu þekki ég ekki sem samstarfsmann en er þó viss um að hún er vel að þessu komin.
mbl.is Tilnefningar til blaðamannaverðlauna birtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég styð G Pétur Matthíassonn fyrir frétt sem setti á bloggsíðu sína. Það var frétt ársins og í raun áhrifamesta innlenda fréttin.  Viðtal Sindra við forsætisráðherra; "Hvar eru peningarnir Geir, sem þú varst búinn að tala um?"  var einnig flott.

Málið er að fréttamenn á Íslandi ligggja alltaf undir pressu frá ráðamönnum og  þeir hafa verið leiðandi í hvenær þeir mæta í viðtal og hvað þeir eru spurðir um, oft á tíðum.

Svo var náttúrulega Hard Talk viðtalið klassík. Þarna var Geir mættur og svaraði öðrum spurningum en spyrillinn spurði allann tímann.

Jón Halldór Guðmundsson, 14.2.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband