Ræktum við heimafenginn áburð

Þetta eru skýr skilaboð til bænda landsins. Einfaldlega að draga úr notkun á útlenda áburðinum. Ég man þá tíð fyrir rúmum tveimur áratugum að Eymundur Magnússon, vinur minn, í Vallanesi á Héraði hóf lífrænan búskap. Hann ræktaði sitt korn sjálfur. Skar upp grænmeti, kál og kartöflur. Gaf nautgripum heimaræktað korn og notaði aldrei annað en búfjáráburð. Sveitungar hans hlógu að honum. Hann var viðundur síns tíma. Nú og fyrir nokkuð löngu er Eymundur fyrirmynd annarra. Hann selur bygg til manneldis og margt fleira sem kemur frá móður jörð. Frumkvöðlarnir eru aldrei spámenn í sinni heimabyggð. Eflaust segja þó sumir enn að ekkert verði ræktað nema með tilbúnum áburði. Hann verður sennilega seint hægt að framleiða með hagnaði hér á landi.


mbl.is Áburður hækkar um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sú hugmynd hefur komið fram að nota fiskslóg sem áburð og/eða fóðurbæti.

Íslenski flotinn ætti að fara að koma með þetta í land. Það ætti hreinlega að skylda þá til þess.

Bragi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 19:46

2 identicon

Þó að lífrænn búskapur sé í sjálfu sér ágætur væri gott að eiga eins og eitt stykki áburðarverksmiðju. Hún þarf bara loft, vatn og rafmagn. Allt saman til í nægu magni hér heima. Óskiljanlegur þessi aumingjaskapur í okkur að þurfa alltaf að vera uppá aðra komin. 

Steinar K (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 20:21

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta með fiskslógið er alþekkt Bragi. Ég man þá tíma að síldarúrgangur var borinn á tún og sem fæði fyrir sauðfé. Má taka það upp aftur. Því miður er allt of miklu slógi hent í hafið í dag. T.d. af öllum frystitogurunum. Áburðarframleiðsla hér landi, Steinar, er fullreynd, held ég, það gengur tæplega upp í samkeppni við útlendan áburð.

Haraldur Bjarnason, 13.2.2009 kl. 20:46

4 identicon

Ísland þyrfti að verða óháð útlöndum sem allra fyrst.

Hvernig ætli annars að sé með möguleikann á að vetnisvæða hluta Íslensks fiskiflota og þá einhver flutningaskip ásamt innanlandsflutningum einhverskonar. Sjálfur hallast ég að einhverskonar lestarlíku fyrirkomulagi yfir stofnbrautum innanbæjar en þó milli bæja og allan hringveginn með tengningum til innsveita.

Bragi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:03

5 identicon

Það myndi þó allavega skapa einhverja atvinnu að skapa svona fólks og vöru flutningakerfi, tala nú ekki um ef við gætum nýtt ál í þetta að miklu leyti. Ef þetta væri fýsilegt og með lágmarsviðhaldi þá tel ég að fleiri gætu fylgt í kj0lfarið og álverð gæti við það hækkað einhvað aftur.

Væri gaman að fá verkfræðinga, háskólann (þjóðina)og fleiri til að velta þessu aðeins fyrir sér á opnum umræðugrundvelli

Bragi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:10

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Bragi ég hallast frekar að því að megin flutningakerfið verði á sjó. Landflutningar síðan frá helstu höfnum.

Haraldur Bjarnason, 13.2.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband