Að haga seglum eftir vindi

Var að hlusta með öðru eyranu á Bubba. Hann var að vísu ekki með Jón Ásgeir i viðtali eins og boðað hafði verið en sagði hann koma næsta mánudag. Bubbi var nokkuð góður. Það er að segja hann varðist vel og passaði sig á að styggja ekki neinn. Það kallast að haga seglum eftir vindi. Hann var með viðmælendur í sima og snerist alltaf með stjórnvöldum eða með Davíð og íhaldinu eftir þvi hvernig vindar blésu hjá símavinum. Hann og einn af erkifjendunum frá því Bubbi var farandverkamaður á Eskifirði voru hinir mestu mátar í smtali. Svona snúast málin þegar menn þurfa allt í einu að verja sig og standa aftur með alþýðunnni eftir gjálífi síðustu ára. En ég endurtek. Hef gaman af Bubba, þrátt fyrir allar málfræðivillurnar sem aldrei hefðu verið samþykktar á RÚV í eina tíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Bubbi er eins og kamelljón, breytir um lit eftir aðstæðum.

hilmar jónsson, 9.2.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband