Af hverju?

Af hverju þarf björgunarsveitir ef hvessir í desember? Þetta er bara nokkuð sem við megum búast við. Vetrarveður eru algeng á Íslandi í desember, janúar og febrúar. Það á ekki að þurfa sérstakan viðbúnað vegna veðurs á þessum árstíma. 
mbl.is 210 sinntu útköllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Við erum flest orðin svo algerlega ómeðvituð um það hvað ætti að teljast "eðlilegt" tíðarfar hér á klakanum, að það er ekki gert ráð fyrir því lengur að vindur geti farið yfir 10 metrana, og sínu verst er þetta á SV horninu.

Þannig að Björgunarsveitirnar eru í því að hreinsa upp drasl sem aðrir hafa ekki hirt um að ganga frá, ásamt því reyndar að bjarga "alvöru" verðmætum þar sem eitthvað sem reynt var að ganga frá er að fjúka.

Svona er nú Ísland bara í dag....

Eiður Ragnarsson, 12.12.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Helmingur þjóðarinnar hlustar ekki á veðurspá

Víðir Benediktsson, 12.12.2008 kl. 00:27

3 identicon

Í mörgum tilvikum er um að ræða atvik sem fólk gæti sjálft komið í veg fyrir með smá fyrirhyggju en lætur það þó hjá líða. Má þar nefna að ganga almennilega frá garðbúnaði, trampólínum o.fl. Oftar en ekki er fólk að tilkynna um fjúkandi hluti sem koma annarsstaðar frá. Á sama tíma vara t.d. almannavarnir fólk við að vera á ferli og því ekki óeðlilegt að lögregla með aðstoð t.d. björgunarsveita komi til aðstoðar. Auðvitað væri best ef fólk myndi hugsa almennilega um muni sína en því miður er fyrirhyggjan ekki alltaf til staðar. Við verðum þó að gera ráð fyrir því að langflestir vetrarbúi muni sína. Ég biði nefnilega ekki í það ef allt það lausa dót sem er í görðum fólks á sumrin færi af stað í vetrarveðrum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 00:28

4 identicon

Það  er ótrúlegt hvað fólk er fljótt að gleyma - þó ekki sé nema veðrinu fyrir einu ári eða svo - það miða ótrúlega margir við veðurfar á suðlægari slóðum og finnst bara sjálfsagt að veðrið hér sé eins og á Kanarí.  það að björgunarsveitir séu að eltast við trampólín er auðvitað til skammar fyrir þá sem trampólínin eiga.  Talandi um að rukka fyrir björgunaraðgerðir - þá ætti að rukka fyrir slíkt.

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 00:31

5 identicon

Lendir það samt ekki oftast þannig að þeir sem eru samviskusamir og ganga frá öllu sínu dóti þegar spáin er slæm að þeir lenda í því að fá trampólínin fljúgandi til sín og allt "ruslið" sem hinir nenna ekki að ganga frá?

Eva Lind Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 00:39

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Man ekki eftir að það hafi þurft að vera að bjarga fólki svona mikið hér áður fyrr. Ekki var þó tíðin skárri.

 Þetta er sagt í tvennum skilningi!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.12.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband