Auðvitað eiga þau að lækka

Það hlýtur að liggja ljóst fyrir að laun æðstu embættismanna lækki núna fyrst þau voru hækkuð til samræmis við þensluna. Forsetinn hefur þegar lagt þetta til og kjararáð hlýtur að sjá þetta líka, þótt maður hafi nú ekki mikið álit á því apparati eftir ákvarðanir þess á síðustu árum.
mbl.is Laun embættismannanna lækkuð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Hannesson

Endilega að lækka laun embættis manna og á sama tíma væla um óhæfi þess til að sinna starfinu!

Ef að hæft fólk á að finnast í þessu embætti, þarf stórlega að bæta launakjör þingmanna og ráðherra, ekki til að umbuna þeim sem á þingi sitja í dag, heldur til að framtíðin geti hugsanlega borið betri fólk að borði!

Sama á við um eftirlaunafrumvarpið. Við vælum og grenjum yfir því að þessir menn sem í ráðherrastólum, og í SÍ sitja, standi ekki upp, og í sömu setningu, er þess krafist að eftirlaunafrumvarpið verði fellt úr gildi. Til að hafa endurnýjun í þingliðinu þarf það að vera þess virði bjóða sig fram til Alþingissetu, og það þarf að vera þess virði að hætta henni.

Það gengur ekki lengur að hafa 20-30 ára þingsetur, sem einhverskonar "normal-heit" á Íslandi! Góð og gild eftirlaun tryggja það að útbrunnir stjórnmálamenn hætti! Annars sitjum við uppi með þá til endaloka.

Heimir Hannesson, 19.11.2008 kl. 10:13

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Já nákvæmlega hér er ég sko hjartanlega sammála þér Haraldur, við þurfum að jafna launamisréttið - ef ekki núna þá veit ég ekki hvenær

Jón Snæbjörnsson, 19.11.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Kjararáð hefur hækkað laun æðstu embættismanna reglubundið síðustu árum á þeim forsendum að þau ættu að vera í samræmi við laun stjórnenda á almennum vinnumarkaði. Nú hafa þau verið að lækka og þá hlýtur kjararáð að úrskurða í takt við það.

Haraldur Bjarnason, 19.11.2008 kl. 10:22

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er nú spurning hvort eigi ekki að lækka laun svo fólk fari í þetta af hugsjón og engu öðru.............Hér áður voru laun þingmanna um það bil þau sömu og kennara.  Svo á að fækka þingmönnum.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2008 kl. 11:15

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sjálfsagt að allir fái borgað fyrir sína vinnu - en nú finnst mér að tími ofulauna sé ekki á dagskrá næstu misseri - þau hefðu aldrei átt að koma, öðru langar mig að bæta hér við að það fer í taugarnar á mér að stjórnarmenn í eldri bönkum nú nýjum bönkum eru enn við stjónvölinn, því er þessu fólki ekki skipt út fyrir þá sem næstir eru eða hæfastir eru í hverjum og einum þessara banka, gefa þeim tækifæri á að sanna sig og nota tækifærið og keyra niður launakostnað, það er fullt fullt af hæfu fólki til sem vinnur vinnuna sína vel án ofurlauna eða hlunninda, fólk með metnað fyrir viðskiptavinum, sjálfum sér og fyrirtækinu

Jón Snæbjörnsson, 19.11.2008 kl. 14:46

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Hólmdís. Það vantar hugsjónir í stjórnmálamenn í dag.

Haraldur Bjarnason, 19.11.2008 kl. 20:12

7 identicon

Ekki bara hugsjónir,siðferðið það vantar smávegis af "gráu"  heilasellunum líka.

Jóhanna Þórkatla (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband