Getum margt lært af Færeyingum

Við getum margt lært af Færeyingum. Lánskjaravísitala er óþekkt fyrirbæri þar. Þeir eru með sína krónu tengda við þá dönsku. Þeir hafa allt annað fiskveiðikerfi, sem ekki byggir á geldum reiknilíkönum. Þeir vita vel að það þarf að veiða úr fiskistofnunum til að viðhalda þeim. Þeirra helsti ráðgjafi í fiskveiðimálum hefur verið íslenski fiskifræðingurinn Jón Kristjánsson, sem ekki á upp á pallborðið hjá Hafró. Hér mætti auðveldlega auka þorskveiðar mikið og það myndi bara bæta stofninn. Svo ekki sé nú talað um allan gjaldeyrinn sem verður til við það. Færeyingar leggja líka vegi í gegnum fjöllin en ekki yfir þau. Þeir vita að samgöngur skipta miklu. Þeir eiga líka eina farþegaskipið sem siglir til Íslands. Færeyingar eru skrefi á undan okkur á mörgum sviðum. - Enn og aftur þakkir til Færeyinga.
mbl.is Læri af mistökum Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Sammála þér!

Himmalingur, 18.11.2008 kl. 18:14

2 identicon

já auðvitað getum við lært eitthvað af þeim og hvernig væri að tengja krónuna við þá færeysku?  Það hlýtur að vera hægt að nota tímann vel á meðan Davíð er í fullkomni afneitun ...

Björk (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:50

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég held að við ættum að huga að miklu meira samstarfi við Færeyinga. Austfirðingar hafa góða reynslu af því samstarfi, ekki síst með tilkomu Smyrils og síðar Norrænu. Fyrir utan það að Færeyingar stunduðu sjómennsku frá Austfjörðum í upphafi nítjándu aldar. Hvort við getum tengt við færeysku krónuna, veit ég ekki. Það veltur á Dönum.

Haraldur Bjarnason, 18.11.2008 kl. 20:24

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

..átti að vera í upphafi tuttugustu aldar....

Haraldur Bjarnason, 18.11.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband