Hann fór eftir leikreglum

Björgólfur Guðmundsson. mbl.is/Kristinn

Innlent |mbl.is | 13.11.2008 | 19:52

BJöggi  

 Svona var fyrirsögnin sem blasti við lesendum mbl.is þegar þetta er skrifað. Eflaust er þetta eitthvert vinnuheiti blaðamanns, en það er ekki afsökun. Fjölmiðill á að gera þá lágmarks kröfu til síns starfsfólks að það vandi vinnubrögðin. - Annars fannst mér Björgólfur nokkuð hreinskilinn í þessu Kastljóss viðtali. Þetta er góður karl, sem hefur margt gott látið af sér leiða.....en.......útrásin fór með hann. Hann bendir hins vegar á að hann og hans menn hafi alltaf farið eftir leikreglum. Hann hefur samúð með fólki sem lendir illa úti núna og ég er viss um að ef hann á einhverja möguleika til að hjálpa, þá gerir hann það. Hverjir bjuggu til leikreglurnar? - Hér á landi voru það Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afsakið! En var þetta kynning á spaugstofunni?

brandur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég held að það sé svolítið til í því hjá Björgólfi að ríkisstjórn og seðlabanki hafi farið út í aðgerðir sem þeim sást ekki fyrir og hafi enga áætlun haft um hvernig ætti að lenda. 

Það veit heldur enginn hvort bankarnir væru lífs eða liðnir í dag hefðu þeir látið Glitni í friði þann tíma sem til stefnu var en ekki komið eigin fjármálasnilld í sviðsljósið.

Magnús Sigurðsson, 13.11.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Anna en skil þig ekki sem kallar þig brand. Maggi ég held að þetta sé rétt hjá þér en því miður sá Davíð sér leik á borði til að hefna sín á Jóni Ásgeiri með því að setja Glitni í þrot. Þar byrjar þetta. Síðan kom Davíð í kastljósviðtalið og gerði Breta brjálaða. Það er óskiljanlegt að Davíð, rúinn öllu trausti um allan heim, skuli sitja ennþá að völdum og gefa Geir fyrirskipanir til hægri og vinstri.

Haraldur Bjarnason, 13.11.2008 kl. 21:29

4 identicon

Sorglegt hvað fólk er einfalt.  Eignirnar voru ofmetnar, verðmatið var rangt og þar af leiðandi skuldirnar langt umfram það sem eignirnar stóðu undir.  En fagurgali fer oftar best ofan menn.

Guðmundur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 21:38

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Að mínu mati kom Björgólfur vel út úr þessu viðtali og færði rök fyrir sínu máli.  Það var ekkert óeðlilegt að maðurinn væri stressaður en hann var málefnalegur að mestu leiti.   Sigmar var slappur og hlustaði aldrei á kallinn.    Ljótt ef satt reynist að Seðlabankinn og ríkistjórn hafi klúðrað þessu máli.   Nú er bara að vona að það verði hægt að nota þessar eignir til að gera upp skuldir svo við þurfum ekki að taka stórt lán.

Marinó Már Marinósson, 13.11.2008 kl. 21:54

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég held að Björgólfur sé heiðarlegur.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.11.2008 kl. 22:34

7 identicon

Já honum tekst alltaf að koma sér vel frá ALLRI ábyrgð, við megum ekki gleyma að hann ber mikla ábyrgð þó svo að stjórnvöld beri líka mikla ábyrgð. Og auðvita er hann sorry, hann væri nú ekki einu sinni mennskur ef hann væri ekki smá sorry!

Annars kemur hann alltaf vel fyrir, enda reyndur í því, hefði viljað sjá hann taka smá ábyrgð hér, þó ekki væri nema pínulitinn hluta af henni.

Andrir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband