Stöndum saman Skagamenn!

Ég ætla rétt að vona að knattspyrnuforystan á Akranesi ráði þá Arnar og Bjarka áfram til starfa. Þeir eru gegnheilir Skagamenn og vita hvað þarf til að koma ÍA aftur í fremstu víglínu. Einhver spurning um próf og réttindi til knattpyrnuþjálfunar skipta þar engu máli. Menn verða ekki fagmenn af prófunum einum saman, þar skiptir reynsla og tilfinning mestu máli. Þeir vita að það þarf að byggja liðið upp á heimamönnum, ungum strákum, sem nú eru að gera góða hluti í öðrum og þriðja flokki. Það hefur alltaf reynst best. Munum hvað gerðist í þessi tvö skipti sem við féllum niður. Upp komu ný lið skipuð heimastrákum, sem gerðu góða hluti og urðu Íslandsmeistarar mörg ár í röð. Stöndum saman Skagamenn um Arnar, Bjarka og alla þá ungu stráka sem eiga eftir að spjara sig.
mbl.is Bjarki: „Okkar skylda að halda áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sammála. Þetta eru greinilega toppdrengir.

Heimir Eyvindarson, 19.9.2008 kl. 00:07

3 identicon

Frábært hvað er almenn ánægja og samstaða, meðal okkar hinna almennu, yfir þessari ákvörðun bræðranna. Gangi ykkur vel strákar!!

Óli Páll Engilbertsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 06:17

4 identicon

Já þeir eiga klárlega eftir að koma skagamönnum beint upp og á topp úrvalsdeildar, hef gríðarlega trú á bræðrunum.

Andrir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband