Þetta á Ómar sko skilið

Ómar Ragnarsson á svo sannarlega skilið að hljóta viðurkenningu fyrir að vekja athygli á ýmsum hættum sem steðjað hafa að íslenskri náttúru að undanförnu af manna völdum. Hann hefur verið ósérhlífinn í framgöngu sinni en jafnframt sanngjarn í umfjöllunum. Samt sem áður hafa margir lagt sig niður við að hreyta skít í Ómar fyrir hans góðu og öflugu umfjöllun. Það er leitun að öðrum eins málsvara íslenskrar náttúru og öðrum eins orkubolta í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Auk þess er hann manna fróðastur um landið og nánast sama hvar drepið er niður í þeim efnum. Það er öruggt að fjárhagslega hefur Ómar ekki riðið feitum hesti frá þessum verkum sínum og fórnað sér á því sviði sem öðrum. - Til hamingju Ómar!
mbl.is Ómar Ragnarsson verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Flott hann er vel að þessu kominn

Hólmdís Hjartardóttir, 6.8.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki hef ég orðið var við að hreytt sé skít í hann fyrir ötulleika sinn í umhverfisvernd.... nema ef það að vera ósammála honum sé skíthreytingur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2008 kl. 18:52

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gunnar. Þín hreinskilni er virt. En....þú þekkir ekki það sem ég þekki af um tveggja áratuga starfi hjá RÚV...fékk oft að heyra það á Austurlandi meðan undirbúningur og framkvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjunar og álvers stóðu yfir að ég ætti ekki að púkka upp á þennan mann og aðstoða hann á neinn hátt. Hann væri ekki Austfirðingum hagstæður og það sem hann hefði fram að færa.....það er þetta m.a. sem ég kalla skítkast og kom frá "málsmetandi" mönnum á Austurlandi.

Haraldur Bjarnason, 6.8.2008 kl. 19:00

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég skil

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband