Eins gott að íbúðalánasjóður var varinn

Það er eins gott að stjórnmálamenn stóðust atlögur bankanna og höfnuðu óskum forsvarsmanna þeirra um að leggja Íbúðalánasjóð niður. Þeir eiga hrós skilið fyrir að verja sjóðinn og þar fer fremst í flokki Jóhanna Sigurðardóttir. Nú sýnir það sig hversu mikilvægur þessi sjóður er fyrir þjóðfélagið. Einkavinirnir í bönkunum njóta líka góðs af núna, ekki síður en almenningur.

Þetta sýnir okkur hversu mikilvægt það er að standa vörð um ríkisstofnanir í almannaþágu. Við þurfum að vernda stofnanir eins og til dæmis Landsspítalann fyrir atlögum einkavinanna. Við erum ekki stærra þjóðfélag en svo að þegar þrengir að þá þurfum við á allri okkar samstöðu að halda. Þar eru samfélagslegar stofnanir mikilvægar. Gróðapungarnir í einkavinahópnum koma að litlu gagni þegar gróðavoninni sleppir. 


mbl.is Reglugerðir um húsnæðislán taka gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er mjög gott núna að Íbúðarlánasjóður var ekki lagður niður, og kemur sér vel fyrir almenning núna hversu góð lánakjör sjóðurinn hefur erlendis.

AndriR (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Gulli litli

Það eru einmitt gróðapungarnir sem bera ábyrgð á ástandinu á fasteignamarkaðinum, sem betur fer var Íbúðalánasjóðurinn varinn. Sammála þér algerlega.

Gulli litli, 20.6.2008 kl. 16:38

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hjartanlega sammála þér Haraldur og ég vil meina að þeim hefði tekist að slátra honum ásíðasta kjörtímabili ef Framsókn hefði ekki staðið á móti. Það er í fljótu bragði það eina sem þeim þurf að þakka?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.6.2008 kl. 19:02

4 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Ég er sammála ykkur strákar,það hefði verið rosalegt ef Framsókn hefði ekki staðið á sínu.

Einar Vignir Einarsson, 20.6.2008 kl. 22:16

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ekki skal ég taka af framsókn það litla sem hún á og vissulega hefur hún staðið á bremsunni undanfarin ár og passað upp á Íbúðalánasjóð. Það var líka gott að fá Jóhönnu Sigurðardóttur aftur í félagsmálaráðuneytið. Hún er nánast eini ráðherrann í þessari ríkisstjórn með snefil af félagshyggju og samhjálp.

Haraldur Bjarnason, 20.6.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband