Þá er það ljóst

Já bangsi fallinn og ekki annað hægt í stöðunni en að fella hann að mati eins helsta sérfræðingsins í þessum málum. - Þá er það ljóst. - Það var þá ekki svo einfalt mál eftir allt saman að fanga hvítabjörn. Það var gott mál að þetta var reynt núna því eflaust minnkar eitthvað gagnrýni þeirra sem hvað harðast gengu fram í að mótmæla því að fyrra dýrið var fellt.

Svo kom í ljós að dýrið var illa haldið og ekki víst að það hefði þolað deyfingu. Nú eru menn reynslunni ríkari. Búið að reyna allt sem hægt er með mikilli fyrirhöfn og kostnaði. Eflaust verða Íslendingar samt gagnrýndir annarsstaðar fyrir þetta, jafnvel þótt leitað hafi verið aðstoðar dansks sérfræðings.


mbl.is Eini kosturinn í stöðunni að aflífa dýrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að sjálfsögðu var þetta það eina rétta í stöðunni og átti bara að byrja á þessu og sleppa þessum "leikaraskap" til þess að friða einhverja "Náttúruverndar-Ayjatolla" og nú er Björgólfur Thor strax farinn að draga í land með að borga fyrir ævintýrið.

Jóhann Elíasson, 18.6.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Já ég býst nú við að þetta hafi verið rétt, enda erfitt að fylgjast með dýrinu ef það fer á haf út. En þegar þú segir "að mati eins helsta sérfræðingsins í þessum málum" Hvern ertu þá að tala um?  Þessir danir sem komu til að hjálpa til við björgunina hafa aldrei gert neitt slíkt áður og því eru þeir ekki sérfræðingar um þetta þó hann sé sagður Sérfræðingur í fréttinni.

Stefán Þór Steindórsson, 18.6.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...nógu andskoti var hann brattur Stefán í viðtölum og taldi sig færan í flestan sjó,

Haraldur Bjarnason, 18.6.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sérfræðingurinn taldi þetta ungt karldýr.......svo kom í ljós að þetta var öldruð birna

Hólmdís Hjartardóttir, 18.6.2008 kl. 11:59

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já, maður er enn að reyna að hrista af sér aukahrollinn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.6.2008 kl. 15:30

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Auka aulahrollinn líka...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.6.2008 kl. 15:30

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jaherna, ég hló mikið þegar ég sá þetta "búr". Gamall og hrörlegur trékassi. Ég er viss um að margur hestamaðurinn hér á landi á kerrur sem duga miklu betur en þessi kassi. Jú ætli það hafi ekki verið sótthreinsað en bangsi var hins vegar ekki sótthreinsaður og sá fyrri var nú fullur af einhverjum ormaskröttum.

Haraldur Bjarnason, 18.6.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband