Allir þurfa stöðugt að vera á vaktinni

Þau eru mörg baráttumálin sem hreinlega hafa verið lögð upp í hendurnar á íslenskri alþýðu nú á síðustu dögum og verða verðugt umhugsunarefni í dag á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. - Já það er baráttudagur verkalýðsins í dag, ekki frídagur verkamanna, eins og maður heyrir oft talað um. Vissulega á flest launafólk frí frá vinnu í dag en ekki allt. Til að mynda ekki það starfsfólk sjúkrahúsa sem sinnir skjólstæðingum sínum. Það er einmitt á því fólki sem spjótin standa helst núna. 

Markvisst virðist unnið að því að grafa undan okkar ágæta heilbrigðiskerfi en sem betur fer hefur tekist að hrinda frá einni af þeim atlögum um hríð. Þetta er eitt af mörgum dæmum sem er ágætis umhugsunarefni fyrir okkur í dag. Heilbrigðiskerfið er einn af hornsteinum þjóðfélagsins og í raun grunnur fyrir jafnrétti og velgengni. Það verður ekki rekið án starfsfólks, þótt einhverjir hafi haldið annað en vonandi komist að hinu sanna í gær. Það er heldur ekki fýsilegur kostur fyrir okkur að fórna því á altari mammons og því þarf að fara varlega í allar hugmyndir um einkavæðingu.

En það er að mörgu að hyggja í dag þótt mér séu heilbrgiðismálin efst í huga. Sem betur fer eru enn farnar kröfugöngur á baráttudegi verkalýðsins þótt vegur þeirra hafi farið minnkandi í gegnum tíðina. Ég hef þó trú á að atburðir síðustu vikna hér hafi vakið marga til umhugsunar um að velferðin er ekki eins sjálfgefin og við höfum talið. Hana þarf að verja og almenningur þarf stöðugt að vera á vaktinni. - Við megum ekki gleyma okkur.

april-mai 009 

Myndin var tekin þegar þátttakendur í kröfugöngunni á Akureyri pökkuðu saman fánunum og gengu inn í Sjallann til baráttufundar í dag.


mbl.is Kröfuganga frá Hlemmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er líka kröfuganga hér fyrir norðan, ætlar þú? Sjálfur get ég ekki farið því ég er með bráðaofnæmi fyrir kylfum og gasi og tek því enga áhættu.

Víðir Benediktsson, 1.5.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég reikna nú síður með að það verði notað gas á Akureyri í dag þannig að Víði ætti að vera óhætt að láta sjá sig.

Sigurjón Þórðarson, 1.5.2008 kl. 10:38

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það eru margir aðvakna.....mikill kurr í fólki. Spái fjölmennum göngum.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.5.2008 kl. 11:20

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Notum daginn og sýnum samstöðu!

Sigrún Jónsdóttir, 1.5.2008 kl. 11:46

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ef við mætum báðir Víðir þá er ekki víst að þeir þori!!!  Annars fór ég að ryfja upp þegar ég sá mynd af kröfugöngu í Sólarhringsblaðinu (24stundum) áðan og þar blasti við fáni Iðnnemasambandsins. Ég held að mörg baráttumála iðnnema séu sömu nú og voru þegar ég var í stjórn Iðnnemasambandsins fyrir rúmum þremur áratugum. Eins og barátta fyrir jafnri stöðu verksnáms á við bóknám og afnámi meistarakerfis. - Það miðar hægt þótt mikið hafi áunnist. - Auðvitað nýtum við daginn. Í það minnsta til að hugsa um réttlæti og jafnræði, nánast hvar sem er í þjóðfélaginu ...rifjum upp Nallan og Maístjörnu Laxness

Haraldur Bjarnason, 1.5.2008 kl. 12:57

6 identicon

Já það er af nægu að taka í mótmælum þessa dagana, og ég er viss um að mun fleiri hafa skoðanir á málunum núna.

Tek undir með Hólmdísi, held það verði fjölmennar göngur í dag.

"Raulandi Maístjörnuna" 

Andrir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband