Síldarárin, taka 2 - Veislunni eystra er að ljúka

Þá er ekki lengur pakkað neyslumjólk í mjólkurstöðinni á Egilsstöðum og þar með er pökkun neyslumjólkur alfarið hætt á Austurlandi, engri mjólk pakkað á svæðinu frá Selfossi austur um og norður til Akureyrar. Enn er verið að auka á vöruflutninga á handónýtum þjóðvegum landsins og maður veltir fyrir sér hagkvæmninni, má vera hún sé fyrir hendi hjá þessum stóru sameinuðu fyrirtækjum, en varla er þetta þjóðhagslega hagkvæmt. Einhverra hluta vegna detta manni síldarárin í hug núna þegar stöðugt berast fregnir af lokunum atvinnufyrirtækja á Austurlandi. Á síldarárunum gerðist það að atvinnufyrirtækin voru flest í höndum aðkomumanna og því varð lítið sem ekkert eftir í heimabyggð þegar veislunni lauk. Nú er veislunni vegna virkjunar- og sóriðjuframkvæmda að ljúka eystra, minna þarf að afgreiða af mjólk því talsvert hlýtur að muna um þær þúsundir sem við virkjun og stóriðjuframkvæmdir unnu. Mjólkurframleiðslan er ekki undir stjórn heimamanna lengur, henni er stýrt að sunnan, eftir sameiningu og því ekki eins mikil áhersla á atvinnu í heimabyggð. Flutningafyrirtækið Aðalflutningar fór úr eigu heimamanna og því er nú lokað. - Þetta er svoldið svona eins og eftir síldarárin.  

Berufjörður-Kýr


mbl.is Pakka ekki lengur mjólk á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já satt segirðu, þetta er oft undarleg "hagfræði". - Fiskflutningabílar mætast oftar en ekki á leið sinni með hráefni, slátrun er á örfáum stöðum, t.d. ekkert sláturhús á svæðinu frá Hornafirði til Húsavíkur og svo núna þetta með mjólkina..... Allir virðast samt græða!-  Engan ætti samt að undra þótt eitthvað láti undan í þjóðvegakerfi landsmanna - Ekki nýtum við sjóflutninga eins og aðrar strandþjóðir.

Haraldur Bjarnason, 29.3.2008 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband