Hvorki klink né GSM í stöðumæla eða strætó

Á Akureyri þurfa ökumenn hvorki að hafa tiltækt klink eða gsm-síma vilji þeirra leggja bíl sínum í gjaldskylt stæði í miðbænum. Þar eru einfaldar klukkuskífur í framglugga bílanna stilltar á þann tíma sem þú leggur bílnum og síðan ganga stöðumælaverðir um götur miðbæjarins og athuga hvort bíllinn hefur staðið of lengi í stæðinu. Svo einfalt er það og ef ökumenn annað hvort gleyma að stilla "klukkuna", eða eru of lengi frá bílnum, þá fá þeir sekt. Þetta virkar vel og almenn ánægja með þetta kerfi. Reykvíkingar mættu huga að svona löguðu og annað sem þeir gætu lært af Akureyringum. Þar er ókeypis í strætó og hefur verið nokkuð lengi. Strætónotkun almennings og ekki síst skólanema hefur margfaldast við þetta og um leið minnkar umferðarálag einkabíla. Ætli slíkt væri ekki einfaldlega ódýrara fyrir Reykvíkinga þegar upp er staðið. Í staðinn fyrir hálfkákið að hafa frítt fyrir framhaldsskólanema, börn og gamalmenni. Því fylgir allskonar afsláttarkortakerfi, sem er rándýrt og býður upp á svindl. Nei dragið úr umferð einkabílsins í Reykjavík, þá þarf ekki eins mikið af þessum "misskildu" gatnamótum. - - Frítt í strætó.
mbl.is Hægt að greiða í stöðumælinn með GSM símanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband