Rangt hjá Sóleyju

Held að þetta sé einfaldlega rangt hjá Sóleyju vegna þess að sveitarstjórnarlög kveða á um að hljóti listi einn mann eða fleiri í sveitarstjórn verði allir sem eftir eru á listanum varafulltrúar. Þetta er án efa vegna þess að á fjögurra ára kjörímabili getur ýmislegt orðið til þess að þeir sem eru í næstu sætum neðan við aðalfulltrúa hverfi úr sveitarfélaginu og því þarf að hafa fleiri varafulltrúa forfallist aðalmenn eða hætti af öðrum ástæðum.

Margrét Sverrisdóttir er því fullgild sem aðalmaður í mannréttindaráði þar sem hún var á framboðslista sem fékk inn fulltrúa.


mbl.is Vill skipta um formann mannréttindaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar ég sat í hreppsnefnd Höfðahrepps '86-'90 þá kom upp spurning um innkomu varamanna. Skoðun leiddi í ljós að samkvæmt sveitarstjórnarlögum getur aðalmaður valið hvern þann af listanum sem honum hentar til að vera varamaður sinn. Enda eðlilegt, því ekki víst að sá næsti á listanum hafi sömu sýn og afstöðu til mála og sá sem hann leysir af.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2010 kl. 09:15

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hárrétt Axel. Svona er þetta og ekki bara hvað varðar afstöðu til mála heldur geta komið upp ófyrirséð forföll.

Haraldur Bjarnason, 11.9.2010 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband