Ekki er öll vitleysan eins

Ekki er öll vitleysan eins. Trúarofstæki hvers konar hefur alltaf verið til vandræða í heiminum. Auðvitað er til fólk hér á landi með samskonar villutrú og þessi færeyski ráðherra. Líklega trúir þetta fólk á einhvern annan guð en þann sem boðaði mannkærleika.

Því miður hefur guðstrú orðið til margs ills. Í skjóli hennar virðist ýmislegt hafa leyfst. Við þurfum ekki annað en horfa til fyrrverandi biskups hér á landi og kaþólskra presta víða um lönd. Þessi náungi í Færeyjum kippir sér líklega ekki upp við þeirra gjörðir né heldur stuðningsmenn hans hér á landi.


mbl.is Jenis fær stuðningskveðjur frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er sæmandi heldur að búa til skoðun fyrir aðra því þá eru menn engu betri en misgjörðamennirnir. Það er ekki hægt að segja að allir séu sjúkir þótt þeir séu kristnir. Með svona bloggi er nánast sagt að allir sem eru skírðir til kristinnar trúar séu stuðningsmenn þess sem illmenni innan hinna ýmsu kirkjudeilda hafa gert. Enginn sannkristinn maður myndi gera neitt í líkingu við það sem þessir menn hafa gert. Þá eru þeir gjörsamlega búnir af afkristna sig. Eitt er að segast trúaður og annað er að vera trúaður i raun. Viðbjóðir þekkjast innan allra stétta þjóðfélagsins.

Sveinn (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 15:09

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Skil ekki þetta þú sem kallar þig Svein. Allra síst þar sem þú segir "Eitt er að segjast trúaður og annað er að vera trúaður í raun." Annað hvort trúa menn eða ekki og breyta samkvæmt því. Ofstæki er ekki og hefur aldrei verið til góðs.

Haraldur Bjarnason, 8.9.2010 kl. 16:24

3 identicon

Ofstæki og að gera öðrum upp skoðanir er jafn vitlaust.

Sveinn (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 19:13

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sveinn vill eflaust þagga þetta niður eins og önnur myrjarverk trúaðra í gegnum tíðina.

Óskar Þorkelsson, 9.9.2010 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband