Bætir kannski upp veiðileysið á sumargotssíldinni

Nú er um að gera að veiða nóg af vorgotssíldinni fyrst ekki mátti veiða sumargotssíldina sem fyllti alla innfirði Breiðafjarðar í haust og vetur. Hafró bar við sýkingu og því mætti ekki veiða. Nú ber hins vegar svo við að við Breiðafjörðinn hefur enginn orðið var við dauða síld eins og árið áður. Enn er hins vegar mikið af sprækri síld í Breiðafirði og segja kunnugir síldartorfur vera alveg inn í Kolgrafafjörð. Þá er síldarkökkur rétt utan Rifshafnar og þangað hafa strandveiðibátar verið að sækja stórþorsk steinsnar frá bryggjunni.

Allt þetta á ekki að vera til og hefur synt framhjá reiknilíkönum Hafró. Asskotans sporðurinn á þessum kvikindum er oft vísindunum til vandræða.


mbl.is Síldveiðar að hefjast hjá HB Granda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Jamm Haraldur. Helvítis fiskarnir. Að þeir skuli vera með þennan sporð af hverju eru þeir ekki bara á sama stað svo hægt sé að telja þá bölvaðir.

Valmundur Valmundsson, 19.5.2010 kl. 18:29

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fiskar eru fífl sem flækjast fyrir hafró

Óskar Þorkelsson, 19.5.2010 kl. 20:42

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Hey strákar mínir allir fiskifræðingar vita að fiskur er alltaf á sama stað, ekkert getur breitt neinu nema sókn í fiskinn, ef veitt er of lítið þá hnignar stofninum, og ef ofveit er þá stækkar stofninn, svo til að sanna að þeir hafi alltaf rangt fyrir sér sem gagnrýna veiðiráðgjöf, þá er sagt að árgangurinn frá því í súrkáli sé sterkur en smár, en gotið heppnaðist vel en ylla vegna þess að svangur eldri stofn frá þaráður át allt gotið, svo ekki má leifa handfæraveiðar nema með miklum takmörkunum, svo um að gera að veiða vorgotsíldina áður en hún nær að gota eða eitthvað þar af verra, bla, bla...

Magnús Jónsson, 20.5.2010 kl. 22:58

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sæll Magnús þetta er svona í hnotskurn að miklu leyti en vorgotssíldin hefur þegar hrygnt þannig að það er ekki verið að veiða hana áður en hún hrygnir. Hins vegar er spurning hvort ekki á að bíða aðeins og leyfa henni að fita sig meira eftir hrygninguna og fá hana inn í íslenska lögsögu.

Haraldur Bjarnason, 21.5.2010 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband