Þessi "virtu" endurskoðunarfyrirtæki

Athyglin í öllu þessa bankasukki hefur verið á opinberu eftirliti auk útrásarskúrkanna sjálfra. Nú ber nýtt við því eitt af endurskoðunarfyrirtækjunum með útlendu nöfnunum, sem hafa verið áberandi hér á landi, er nú sakað um svik eins og kemur fram í fréttinni:

PricewaterhouseCoopers tók þátt í svikum

Glitnir höfðar jafnframt mál gegn PricewaterhouseCoopers, fyrrum endurskoðendum bankans, fyrir að greiða fyrir og taka þátt í að dylja þau sviksamlegu viðskipti sem Jón Ásgeir og félagar komu í kring og sem að endingu leiddu til falls bankans í október 2008.

Hvernig átti opinbera eftirlitið að geta sinnt störfum sínum, ef það reynist rétt sem þarna stendur, að þessi "virtu" eftirlitsfyrirtæki hafi verið handbendi fjárglæpamannanna?


mbl.is Óska kyrrsetningar eigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirsögnin er nú villandi.

Sekt er ekki sönnuð fyrr en búið er að dæma.

Birgir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 08:22

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þess vegna er nú rétt Birgir að hafa fyrirvara á þessu og gæsalappir meðan vafi er á virðingunni.

Haraldur Bjarnason, 12.5.2010 kl. 09:59

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sammála varðandi þessa "misvirtu" endurskoðendur sem hljóta að bera þunga ábyrgð á því að skrifa upp á reikninga banka og fyrirtækja þessara blessaðra auðvisa. Ég reyndi að vekaj athygli á þessu með litlum árangri fljótlega eftir hrunið. En það er gott að sjá að kerfið virðist vera að taka við sér.

Og svo á nú eftir að taka seðlabankann og fjármálaeftirlitið á beinið líka...aðgerðarleysi þeirra verður þjóðinni dýrkeypt.... Ég hef verið að halda því fram að mörg brotanna eða aðgerðarleysi eftirlitsaðila gæti hugsanlega flokkast sem landráð...

Ómar Bjarki Smárason, 12.5.2010 kl. 22:56

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

...og voru það ekki þessi "virtu" enduskoðendafyrirtæki sem aðstoðuðu skilanefndir bankanna við að rannsaka hrun bankanna.....?

Ómar Bjarki Smárason, 13.5.2010 kl. 20:15

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta meggasukk Ómar Bjarki á eftir að taka á sig endalausar myndir og ljóst að við þurfum hjálp frá útlöndum til að rannsaka því ekki er til nóg af saklausum mannskap til þess hér á landi.

Haraldur Bjarnason, 14.5.2010 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband