Auðvitað

Auðvitað gerist það í þessu dæmi að eftir því sem lánsupphæðirnar voru hærri þeim mun fleiri krónur eru afskrifaðar. En hvað með það? Lánastofnanirnar tóku veð í bílunum og bjuggust greinilega við að þeir myndu standa undir lánunum ef á reyndi. Þannig á það líka að vera. Þess vegna er eðlilegt að allt sem umfram er sé afskrifað. Það er þessara lánastofnana að taka ábyrgð á því sem þær gerðu. Ekki þeirra sem settu veð fyrir láninu. Veðið er til staðar en bara mun verðminna en lánastofnanirnar gerðu ráð fyrir. Ég öfundast ekkert út í þá sem keyptu dýra bíla og hef aldrei gert. Þeir eru í mun verri málum nú en við hin.
mbl.is Lán dýrra bíla afskrifuð mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband