Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Man ekki og veit ekki

Annað hvort er karlinn svona gleyminn eða þá að veruleikafirringin er algjör. Hann man ekki og veit ekki. Það mátti alls ekki vera Finni fjötur um fót að hafa tengst stjórnmálaflokki, sagði hann. Það var nú engin smá tenging; ráðherra og síðan bankastjóri Seðlabankans.

Afneitun Halldórs í Kastljósi var ótrúleg.


mbl.is Kannast ekki við handstýringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig flug er það?

Hef oft velt því fyrir mér hvernig flug það er sem liggur niðri. Hef alltaf haldið að til að fljúga þurfi að komast á loft. Ef það er ekki hægt þá er ekkert flug.
mbl.is Flug liggur niðri í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiknilíkön Hafró ganga ekki upp

Það er hreint með ólíkindum hve lengi trúarbrögð "fiskifræðinganna" á Hafró eiga að ráða. Sjórinn er fullur af fiski og reynslan sýnir að þá þarf að veiða til að viðhalda og auka við fiskistofna. Þetta hefur til dæmis berlega komið í ljós í Barentshafi síðustu tíu ár. Friðunarstefna, eins og hér er í gangi, leiðir eingöngu til hruns stofna.

Nú er kominn tími til að þjóðkjörnir fulltrúa fólksins á Alþingi taki af skarið og heimili stórauknar veiðar. Það gengur ekki að fiskistofnarnir séu ekki nýttir af skynsemi á meðan þúsundir manna eru á atvinnuleysisskrá. Reiknilíkön Hafró hafa ekki gengið upp í áratugi og gera það ekki í framtíðinni. Þau eru byggð á röngum forsendum.


mbl.is Saxast á þorskkvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki í járnum?

Eins og sjá má á myndinni með þessari frétt gengur sakborningurinn bara um með hendur á pung. Af hverju er hann ekki í járnum eins og venja er með fanga sem fluttir eru milli húsa?
mbl.is Hreiðar Már í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kannski meira til af loðnunni?

Kannski er það bara svo með loðnuna eins og fleiri fiska við Ísland að mun meira er til af henni en fræðingar Hafró telja. Að vísu man ég eftir loðnugöngum inn á Borgarfjörð með norðanverðu Akranesi á níunda áratugnum og voru þá loðnubátar við veiðar rétt norður af Akranesi. Undanfarið hefur Breiðafjörðurinn verið fullur af síld sem ekki hefur mátt veiða. Þangað hafa makríll og skötuselur líka gengið í stórum stíl. Þorskur hefur mokveiðst og svo mikið að flestir bátar voru orðnir kvótalausir á miðri vetrarvertíð.

Það er allt breytingum háð í lífríki hafsins og þar hafa greinilega orðið miklar og jákvæðar sviptingar undanfarin ár. Samt er það ennþá svo að megnið af þessum fiski syndir framhjá reiknilíkönum Hafró, sem heldur sig við ofurtakmarkanir í veiðiráðgjöf.


mbl.is Loðna gekk inn í Borgarfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað um Seðlabankann?

En hvað um Seðlabankann? Voru stjórnendur hans alveg saklausir í öllu þessu dæmi? Í fréttinni er bara talað um áhugalitla stjórnmálamenn, íslensku viðskiptabankana og erlenda banka sem lánuðu þeim. Kannski er eitthvað meira um þetta og sagt frá hlut Seðlabankans í prentútgáfu Moggans. Ég veit ekki.
mbl.is Bankar brutu lög en pólitíkusar áhugalitlir um eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifnar yfir sjávarbyggðum

Nú færist líf í sjávarbyggðir landsins. Strandveiðarnar eru gott stökk inn í sjálfbærar fiskveiðar landsmanna þar sem öllum bátaeigendum gefst kostur á að afla sjávarfangs án tillits til hvort þeir hafi erft rétt til þess eða keypt af þeim sem hafa fengið réttinn gefins frá þjóðinni. Nú er byrjað fyrr en á síðasta ári, sem er gott fyrir þá sem róa hér suðvestanlands.

Næst þarf að stíga stærra skref og gefa færaveiðar algjörlega frjálsar enda ómögulegt að ofveiða fisk með því veiðarfæri.

IMG_2499 ´

Ungir menn hafa nú loks tækifæri til að hefja útgerð eins og eigandi þessa báts.


mbl.is Strandveiðar heimilaðar fjóra daga í viku út ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju

Full ástæða til að óska þessari duglegu stúlku til hamingju með þennan glæsilega árangur. Gangi þér vel Erna og haltu áfram á sömu braut.
mbl.is Erna Friðriksdóttir íþróttamaður UÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband