Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Akureyjabær - Atkvæðagreiðsla ekki kosningar

Ef Grímsey bætist við hjá Akureyri núna, auk Hríseyjar, er þá ekki kominn tími til að tala um Akureyjabæ í stað Akureyrarbæjar? Hjalti Jón Sveinsson skólameistari og bæjarfulltrúi notaði þetta skemmtilega nafn fyrir stuttu þegar þessi sameining var til umræðu.

Annars er rétt að ítreka að það eru greidd atkvæði um sameiningu en ekki kosið. Atkvæðagreiðsla er það kallað þegar fólk getur aðeins sagt já eða nei en kosningar þegar aðrir möguleikar fyrir hendi.


mbl.is Akureyri teygir sig norður fyrir bauginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísing í Reykjavík - Tími nagladekkjanna liðinn

Ísing í Reykjavík í morgun? Var það ekki einmitt í gær sem hamrað var á því í öllum fjölmiðlum að tími nagladekkjanna væri liðin. Reykjavík er þó sá staður á Íslandi þar sem minnst er þörfin fyrir þau. Er ekki rétt að horfa aðeins til hnattstöðu Íslands þegar reglur sem þessar eru settar? - Vona að maðurinn hafi ekki slasast alvarlega. 
mbl.is Bílvelta á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það gildi sama um kettlinga?

Pappírspésarnir í kerfinu eru ótrúlegir. Ekkert sem heitir mannlegt hjá svona möppudýrum. - Ætli það gildi sömu reglur um það ef maður tekur að sér heimilislausan kettling sem ráfað hefur um á víðavangi? Hann er jú villt dýr og hlýtur því að flokkast á sama hátt og hreindýrskálfurinn.

Ég man nú ekki betur en að fyrstu hreindýrunum í Húsdýragarðinum í Reykjavík hafi einmitt verið bjargað með sama hætti og þau Sléttuhjón eru að gera núna. Jói á Breiðavaði í Eiðaþinghá tók þá að sér að fóstra kálfa sem fundust ósjálfbjarga og kom þeim síðan í Húsdýragarðinn. Ekki þurfti afskipti möppudýra umhverfisráðuneytisins þá.


mbl.is Hóta að aflífa hreindýrskálf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunagæslumennirnir af stað.

Eru hagsmunagæslumenn útrásargæjanna nú farnir að tortryggja störf Evu Joly? Manneskjan sagði einfaldlega að fara þyrfti með þessi mál eins og sakamál, enda má það vera hverjum manni ljóst að nægar grunnsemdir eru fyrir hendi til að gera það. Þeir verða örugglega nægir í lögmannastétt sem eru tilbúnir að vaða skít upp að öxlum til að verja þessa menn sem komu þjóðinni á hausinn. Íslensk lögmannastétt er því miður með marga skítuga leppa innanborðs.
mbl.is Joly fyrst og fremst ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir ferðast milli landshluta á bílum sínum

Þetta með sumardekkin og 15. apríl hljómar alltaf svolítið undarlega. Greinilegt er að þessi dagsetning er sett á af einhverjum sem ekki keyra út fyrir höfuðborgarsvæðið. Oft á tíðum þarf ekki að fara langt þaðan á þessum árstíma til að komast í hálku og snjó. Hins vegar má segja að nagladekk séu óþörf á höfuðborgarsvæðinu allan ársins hring. Saltausturinn þar sér til þess að grófmynstruð dekk eða heilsársdekk duga. Um mest allt land, utan suður- og suðvesturlands, veitir ekkert af vetradekkjum fram yfir miðjan maímánuð, enda var nokkuð kúnstugt að heyra frétt um ólögmæti nagladekkja í hádegisfréttum útvarps í dag og í sama fréttatíma var sagt frá snjóruðningi fyrir vestan. Það er nú þannig að margir ferðast milli landshluta á bílum sínum og helvíti hart að fá sekt fyrir að vera búinn til aksturs á íslenskum fjallvegum í aprílmánuði.


mbl.is Tími nagladekkjanna liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfa á hlutina í samhengi

Það þarf hvorki að lækka laun venjulegra opinberra starfsmanna né fækka þeim. Ef spara á launakostnað opinberra starfsmanna er rétt að byrja á þeim sem hafa allskonar sporslur. Þar má nefna frjáls afnot af bílum, bílastyrki, frítt húsnæði, fastar yfirvinnutekjur án þess að vinna yfirvinnu o.s.frv. Katrín setur þetta upp sem tvo valkosti; annað hvort að lækka launin eða fækka opinberum starfsmönnum. Þetta er bara ekki svona svart og hvítt. Nú þarf að horfa á allt í samhengi, heimilin, fyrirtækin og bankakerfið. Allt þarf þetta að virka. Opinberir starfsmenn eru hins vegar almennt ekki ofaldir af launum sínum.
mbl.is Frekar lækka laun en fækka störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurland tækifæranna

Það er athyglisvert hve Íbúðalánasjóður á margar íbúðir á Austurlandi, eða 67 talsins, á þessu svæði sem talið var eitt mesta uppgangssvæði landsins síðustu árin. Að vísu eru Austurland og Austurland ekki það sama. Mér segir svo hugur að stór hluti þessara íbúða sé í sveitarfélögunum Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði þar sem mest var byggt á virkjunartímanum. Byggingafyrirtæki fóru þá offari í byggingum og ekki virtist þau skorta aðgang að bankakerfinu til að fjármagna íbúðir. Sveitarfélögin voru líka galopin og þöndu út byggingasvæðin. Þetta hefur leitt til offramboðs og lítillar hreyfingar á fasteignamarkaði eftir að um hægðist. Austurland tækifæranna er greinilega ekki það draumaland sem það átti að verða.
mbl.is Íbúðalánasjóður leigir út 34 íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfið sjálfstæðismönnum að tala

Ekki minnka langhundaræðurnar hjá sjálfstæðismönnum þegar farið verður að ræða þær stjórnarskrárbeytingar sem ekki hefur verið frestað. Breytingatillögurnar þrjár varða yfirráð yfir auðlindum, almennar kosningar um stjórnarskrárbreytingar og um þjóðaratkvæðagreiðslu. Auðvitað átti ekki að gefa eftir með stjórnlagaþingstillöguna. Menn hefðu átt að leyfa Birni Bjarnasyni að tala fram að kosningum. Því meira sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins tala, því meira minnkar fylgi Sjálfstæðisflokksins. Leyfið þeim því að tala sem mest.

Annars eru fundarsköp Alþingis umhugsunarefni. Hvers vegna er ekki, eins og á öllum venjulegum fundum, gefinn ákveðinn ræðutími um mál. Mælendaskrá lokað með ákveðnum fyrirvara og síðan gengið til atkvæðagreiðslu? Það er lýðræði. Hitt er kúgun minnihluta.


mbl.is Stjórnarskráin áfram á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðleysinu engin takmörk sett

Það er ótrúlegt þverska í Sjálfstæðisflokknum að koma í veg fyrir að sérstakt stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Björn Bjarnason hótaði löngu málþófi í dag og vildi tryggja að alþingismenn settu sér sjálfir ramma um eigin störf. Siðleysi sjálfstæðismanna eru engin takmörk sett.
mbl.is Stjórnlagaþingið út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt yfirklórið

Guðlaugur Þór hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því að Ríkisendurskoðun hefði enga heimild til að skoða málefni Orkuveitu Reykjavíkur, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, ásamt Akranesi og Borgarbyggð. Þetta var bara eins og annað yfirklór í þessu máli.
mbl.is Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband