Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Heyrði einhvern fjandans hávaða

Heyrði einhvern fjandans hávaða, öskur og læti, þegar ég átti leið í Landsbankann. Hugsaði sem svo að þetta væru einhverjir menntaskólakrakkar að leika sér enda MA nýbyrjaður. Skil ekkert í því að ég með þetta stóra fréttanef og alltaf með myndavél í bílnum skyldi ekki skoða þetta nánar. Svona er þetta. Kannski er farið að hægjast á mér.
mbl.is Hópslagsmál á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er Össur hissa?

Átta mig ekki alveg á því af hverju Össur er hissa. Landeigendur hafa, allt frá því á fyrstu áratugum, síðustu aldar, virkjað vatnsafl á sínum jörðum og enginn haft neitt nema gott um það að segja. Af hverju ættu þeir þá ekki að mega virkja jarðvarmann? - Nú orðið selja margir landeigendur orku inn á landskerfið og þykir sjálfsagt. - Af hverju á Landsvirkjun að hafa meiri rétt en landeigandi? - Af þessu er svipuð skítalykt og er af þjólendukröfum ríkisins, sem flestar eru langt utan þess sem réttlátt og eðlilegt getur talist. - Það er eins og ráðamenn leggist á eitt um að sameinast um yfirgang.
mbl.is Umsókn landeigenda í Reykjahlíð vekur furðu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er í og á svona sitt á hvað

"Lögreglan á Borgarnesi mætti í nótt...." Þannig byrjar þessi frétt. Venjan er sú að segja í Borgarnesi. Annars er þetta með á og í einhversstaðar alltaf umhugsunarefni. Engin regla er til um þetta. Einungis málvenja heimamanna sem ræður. Við getum ekki sagt að öruggt sé að segja í þegar það er nes, fjörður eða vík. Þannig er það til dæmis í þessu tilfelli að við segjum í Borgarnesi en á Akranesi. Svo segjum við í Reykjavík en á Húsavík. Í Hafnarfirði en á Ísafirði. Fyrir austan er nokkuð öruggt að nota á um firðina. Þar búa menn á fjörðum, t.d. á Borgarfirði eystra, en á Vesturlandi búa menn í Borgarfirði. Svona mæti lengi telja. Í eina tíð hékk listi upp á vegg á fréttastofu útvarps með málvenjunum fyrir hvern stað til glöggvunar fyrir fréttamenn. Þannig listar mættu vera víðar.
mbl.is Reyndi að komast undan lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli hún sé úr Pollinum?

Fljótt á litið má nú ætla að þetta sé ein þeirra fjögurra andarnefja sem verið hafa í Pollinum að undanförnu. Ólíklegt finnst mér þó að eitt ræfilslegt legufæri hafi orðið svo stórri skepnu og andarnefju að aldurtila. Ef svo er hins vegar hljóta að sjást ummerki eftir það á dýrinu.´Ætli að það hafi ekki bara slest upp á vinskapinn, ein lent í einelti og látið sig hverfa. Einelti er algengt víða í dýraríkinu. Til dæmis hjá íslensku landnámshænunni. Þar sem frumskógalögmálið gildir lifa þeir sterkustu.

 Andarnefjur Andarnefjur_4 Andarnefjur_3 

Andarnefjur að leik í Pollinum


mbl.is Dauð andarnefja í Höfðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrein og klár vöruskipti

Þetta eru auðvitað bara hrein og klár vöruskipti. Samskonar og stunduð voru í árhundruð hér á landi þegar bændur og sjómenn lögðu inn afurðir sínar og fengu ýmsan varning í staðinn. Það kallast á íslensku að versla. Jafnvel íslenska ríkið stundaði svona verslun aðallega við Rússa. Síldin fór til þeirra en í staðinn fengum við olíu og moskvitsbíla. Enda sáu Kanar ekki ástæðu til að ákæru á lögfræðinginn þótt siðanefnd lögmannafélagsins hafi þótt ástæða til aðgerða.
mbl.is Lögmaðurinn fékk greitt í fríðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Senda eins marga og mögulegt er

Það ætti þá smátt og smátt að rýmkast um í fangelsum landsins ef útlendingar eru sendir til síns heima. Auðvitað þarf að gera eins mikið af þessu og mögulegt er. Ekki er ástæða til þess að við séum að halda þessum mönnum uppi, sem hafa kannski komið hingað í þeim tilgangi einum að brjóta af sér.
mbl.is Tveir fyrstu til Litháen í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er á göturnar bætandi?

"Tugir lögreglumanna á göturnar". - Er á göturnar bætandi? - Eru ekki yfirvöld í Reykjavíkurhreppi enn að vandræðast með hvað gera skuli til að hýsa útigangsmenn? Ekki verður það verkefni auðveldara ef löggurnar bætast við. Hvar á að hýsa þær?
mbl.is Tugir lögreglumanna á göturnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá Sollu, meðferð við spilafíkn

Þá þarf nú heldur betur að fjölga meðferðarstofnunum ef farið verður að ráðum Sollu og allir jakkafatagæjarnir sendir í meðferð. Ekki víst að SÁÁ geti reddað þessu því þar á bæ er allt fullt en SÁÁ er hins vegar með meðferð sem gilt getur fyrir þessa gaura. Það sama og gildir fyrir spilafíkla. Auðvitað er það ekkert annað en spilafíkn sem hefur verið að hrjá fjármálamarkaðinn að undanförnu. - Þarna er ég sammála Sollu. Í meðferð með þá. Við spilafíkn.


mbl.is Áhættufíklar sendir í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkar allt og fossarnir njóta sín

Auðvitað flæðir þarna eins og annars staðar í leysingum. Nú njóta fossarnir, neðan Ufsarstíflu, sín heldur betur, sem ekki freyddi vatn um í normal rennsli. Yfirfallskurðurinn sem Arnarfell sprengdi og vann á sínum tíma til að hleypa vatni úr Ufsarlóni framhjá stíflunni virðist virka fullkomlega enda voru bara snillingar að vinna við þetta.  
mbl.is Stórflóð í Jökulsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilkynning til sjófarenda og annarra!

Sjómenn úti fyrir Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum eru beðnir að halda sig við Faxaflóann, það sem eftir er árinu vegna peningaleysis hjá Landhelgisgæslunni. Landhelgisbrjótar haldið ykkur í landi.  Sömuleiðis eru afbrotamenn beðnir að vera aðeins við iðju sína milli kl 8 og 16 vegna peningaleysis hjá lögreglunni. Svona er staðan, en hvers vegna? - Það er nefnilega þannig að peningarnir eru til. Ríkissjóður var gerður upp með hagnaði. Hins vegar voru allar áætlanir fyrir opinberar stofnanir gerðar fyrir síðustu áramót og þá reiknaði enginn með 15% verðbólgu, falli krónunnar og hærra orkuverði. Þetta á að vera einfalt að laga.


mbl.is Skipum Landhelgisgæslu lagt til að spara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband