Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Sleggjan í stjórn

Kristinn H. Gunnarson er greinilega á leið í Samfylkinguna enda Össur búinn að bjóða hann velkominn þangað. Kiddi sleggja greiðir atkvæði með stjórninni þótt hann sé í stjórnarandstöðu. Þetta sýnir betur en margt annað hversu aum stjórnarandstaðan er þrátt fyrir klúður stjórnarinnar. Það þarf að skipta um fólk allsstaðar, jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu.
mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur þetta á óvart?

Auðvitað hlýtur það að koma á óvart hjá Hafró að síld úr íslenska vorgotsstofninum skuli vera til hér við land. Þetta er væntanlega jafn óvænt og að einhver þorskur skuli vera hér við land. Hvar hafa þessir menn verið? Er ekki bara bullandi síld úti fyrir Austfjörðum? Þar er ekki leitað. Menn hafa verið uppteknir undanfarin ár í verðbréfabraski. Ekkert spáð í sjávarútveg sem skapar tekjurnar!
mbl.is Norsk-íslensk síld í Jökulfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánskjaravísitala er eignamönnum í hag

Þessi greiðslujöfnun er bara plástur á sárin. Það kemur til með að svíða mikið undan þegar plásturinn er tekinn. Hvernig væri að skoða aðeins hvernig lánskjaravísitala er byggð upp? Hver er grunnurinn fyrir henni? Hef grun um að hann sé eignamönnum í hag en ekki skuldurum. - Eða er einhver á annarri skoðun?
mbl.is Greiðslujöfnun líklegt til að þyngja greiðslubyrði síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Virðing"

Virðing er nokkuð gott nafn á fyrirtæki og hentar greinilega vel í þessu tilfelli, eða hitt þó heldur. Eru engin takmörk fyrir því hvað þessi skríll gerir. Enginn virðing borin fyrir neinu. Þarna er ekki verið að tala um milljón eða tvær, heldur hundruðir milljóna og gaurinn á Dubai og því hvorki verið handtekinn né yfirheyrður.
mbl.is Risavaxnar millifærslur hjá Virðingu hf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marklaus Bangsi bullar

Hver er marklaus ef það er ekki Björn Bjarnason? Það er ótrúlegt hvað þessi maður bullar mikið.
mbl.is Björn: Fjölmiðlar marklausir við núverandi aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta í lagi

Augnablik! Var það ekki þessi Guðbjörg sem seldi allt sitt í Glitni korteri fyrir andlát Glitnis? Það var með tilhlutan einhvers drengs sem var aðstoðarmaður einhvers einhvern tímann. Er þetta í lagi?
mbl.is 42 milljarðar kr. fyrir TM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara 45 milljónir, ekki milljarðar

Það eru svona hlutir sem embættismönnunum hjá ríkinu dettur alltaf í hug að spara fyrst. Rekstrakostnaður björgunarskipa er bara brot af fórnarkostnaði allra björgunarsveitarmanna landsins, sem í sjálfboðavinnu eru alltaf tilbúnir að hjálpa fólki til sjós og lands. Dæmi um fáránleikan var þegar björgunarsveitarmenn af Akranesi voru stoppaðir þegar þeir komu af námskeiði á Snæfellsnesi. Ástæðan. Jú, bíllinn var á litaðri olíu. Sem betur fer var það leiðrétt og vonandi átta menn sig líka nú því 45 milljónir eru ekki mikið í samanburði við milljarðatölurnar sem við höfum heyrt að undanförnu.
mbl.is Gæti þurft að leggja skipunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær hefði verið að hlusta á Þorvald

Stjórnmálamenn hefðu betur gert að hlusta á Þorvald Gylfason síðustu árin. Þar fer maður sem veit sínu viti en auðvitað hafa Davíð, Geir og Solla talið sig vita betur. Nú eru þau öll máluð út í horn. Auðvitað á að henda Seðlabankastjórninni strax og boða svo til kosninga á næsta ári.
mbl.is Stjórnmálakreppa ríkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef maður bítur hund

Auðvitað segja útlendir fjölmiðlar frá mótmælum á Íslandi. Flestar aðrar þjóðir undrast langlundargeð Íslendinga. Í raun má segja að það sé ekki frétt þótt mótmælt sé á Íslandi. Slíkt ætti að vera of eðlilegt til að kallast frétt, miðað við það sem á hefur gengið hér á landi. Það er ekki frétt að hundur bíti mann en ef maður bítur hund er það frétt.
mbl.is Sagt frá mótmælunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá hverju slapp hann

Þetta er athyglisverð fyrirsögn: "Slapp naumlega frá slysi" Var slysið fyrirséð? Slys verður en slys er ekki fyrirsjáanlegt. Munið það moggamenn. Menn sleppa ekki frá slysi,  frekar en þeir forði slysi.


mbl.is Slapp naumlega frá slysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband