Hvar eru gjaldeyrishöftin og til hvers?

Þetta er ótrúlegt. Sementsverksmiðjan að stoppa og á sama tíma er flutt inn sement fyrir dýrmætan gjaldeyri. Tugir starfa glatast í öllu atvinnuleysinu sem er hér á landi. Hvar eru stjórnvöld? - Hvar er stýringin á gjaldeyrinum? - Gjaldeyrishöftin? - Það er eitthvað bogið við þetta. Ríkið kaupir innflutt sement fyrir dýrmætan gjaldeyri á meðan störf tapast í landinu. Nei Jóhanna og Steingrímur, þetta er ekki trúverðugt.- Hlustið á Villa Birgis. - Hann er trúverðugari en þið öll sem þykist vera að stjórna landinu. 
mbl.is Sementsverksmiðjan gengur út október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Sammála!!!!!!

, 25.8.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta lyktar svo sannarlega sérkennilega

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.8.2009 kl. 17:14

3 identicon

ekkert nýtt að stjórnvöld "íhugi aðgerðir" eða "slái skjaldborg" um fyrirtækin meðan þeim blæðir út,heimilin eru að lenda í þessu sama...stjórnvöld virðast löngu vera ráðþrota en vilja ekki viðurkenna eigið ráðaleysi,annars er þetta ekki fyrsta og sjálfsagt ekki síðasta fyrirtækið sem fer svona forgörðum.

zappa (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband