Verðmæti sem farið hafa í sjóinn.

Það er stórkostlegt ef þetta er hægt. Vandinn er hins vegar sá hve margir grásleppubátarnir eru og hvernig hægt er að gera það hagkvæmt að landa henni. Svo þarf líklega að vanda kúttunina til að skemma ekki fiskinn en vonandi er þetta allt hægt svo unnt sé að nýta öll þessi verðmæti sem hingað til hafa farið í sjóinn.
mbl.is Grásleppan seld til Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þetta er minnsta mál Halli. Lestarrýmið í grásleppubátunum er mjög lítið notað. Og í báti eins og mínum sem ekki er þiljaður. Þá er örugglega hægt að leysa það með körum undir úrgreiðsluborðinu. Já og svo má bara landa henni óskorni og gea það í landi. En þetta er bara snild og á eftir að auka veðmætasköpunn til muna.

Sigurbrandur Jakobsson, 19.8.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Já fátt er svo með öllu illt að ei boði gott

Guðrún Katrín Árnadóttir, 19.8.2009 kl. 13:42

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sigurbrandur. Það var nú gert að allri grásleppu í landi hér á Skaganum í gamla daga. Menn voru ekki að kútta út á sjó. Það er rétt, Guðrún Katrín, þetta er snilld og nokkuð sem ég hef hugsað um lengi. Vona að úr þessu verði.

Haraldur Bjarnason, 20.8.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband