Er það frétt?

Telst það til frétta að Lyngdalsheiði sé nánast ófær um hásumar? Þannig hefur þessi vegarspotti alltaf verið. Ég fór þarna fyrst, sem ökumaður,  árið 1972 og þá þurfti að fara yfir einhverja óbrúaða læki sem settir hafa verið undir veginn með ræsum núna, nánast ekkert annað hefur verið gert. Fer ekki þessari vegagerð um Gjábakkaleið að ljúka?
mbl.is Vegurinn yfir Lyngdalsheiði eins og þvottabretti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er búinn að aka þennan spotta talsvert í allt sumar, hann er búinn að vera eins og þvottabretti í 2 mánuði núna.. en þannig er hann bara.

Óskar Þorkelsson, 9.8.2009 kl. 17:36

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það eru þvottabretti um allt á þessum malarvegum. Þannig er vegurinn upp land hjá Tröllkonuhlaupi alveg ókeyrandi og yfirleitt er leiðin yfir Sprengisand öll í þvottabrettum síðsumars og ókeyrandi. Þetta er hvorki nýtt né óvænt og því hæpið að telja til frétta, eins og þú bendir á.....

Ómar Bjarki Smárason, 9.8.2009 kl. 22:22

3 Smámynd:

Einmitt. Margir mikilvægari vegir eru líka ókeyrandi og hafa verið um árabil. Þetta myndi því kallast "ekkifrétt".

, 10.8.2009 kl. 00:04

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fór þetta um miðjann dag í gær, vatnzbíll frá vegagerðinni að túra & hefill í kjölfarið.

Vandinn er að í áratug hefur ekki náðzt sátt milli landeiganda & vegagerðar um hvaða vegarstæði eigi að velja.

Ztálmát.

Steingrímur Helgason, 12.8.2009 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband