Ömmi að leita útleiðar

Er ekki Ögmundur bara að leita leiða út úr stjórnarsamstarfinu og því að þurfa að taka ákvarðanir og axla ábyrgð? Það er miklu einfaldara að vera í stjórnarandstöðu og geta gjammað um allt og ekkert. Þannig er hægt að ganga í augun á almenningi sem er tilbúinn að kjósa Ömma til forystu í hreyfingu launafólks. Hann hlýtur að gera sér grein fyrir að Icesave klúðrið fer ekkert þótt þetta samkomulag verði fellt. Það þarf að leysa og ekki verður það auðveldara þá.
mbl.is Ögmundur ekki ákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ögmundur er bara tækifæissinni , eins og margir þingmenn .

Hann á bara að fara í fríið .

Kristín (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Er ekki Ögmundur einn af þeim fáu sem er með fullu viti?  En snýst ekki eins og vindhani eftir því hvaðan vindurinn blæs?

Svo á eftir að koma í ljós hvort hann fer eftir sannfæringu sinni þegar á hólminn er kominn. 

Hingað til hafa stjórnmálamenn látið það vera að óhlýðnast fjórflokknum, nema þá Kiddi Sleggja.  Nú situr hann sem betur fer háhrifalaus heima og segir að iceslave sé góður. 

Magnús Sigurðsson, 2.7.2009 kl. 21:40

3 identicon

Ögmundur Jónasson Formaður BSRB

Já af vefsíðu BSRB má sjá hversu hreinn og beinn Ögmundur er!  Hann er enn formaður BSRB samtímis því sem hann situr sem ráðherra. 

Þann 20. júní sl. var sett menningarhátíð BSRB af formanni BSRB Ö.J.  Nokkrum dögum síðar situr BSRB og ræðir stöðugleikasáttmála við ríkisstjórn.  Vissulega er maðurinn skráður í leyfi en samt er hann að koma fram sem formaður BSRB.  Hvar eru reglur um óhæfi og hver er tengsl mannsins inn í stjórn BSRB.

Maðurinn er líka fulltrúi BSRB í stjórnum svo sem LSR og sem ráðherra enn einu sinni beggja megin borðsins.

Finnst honum engum treystandi hér í þessu landi öðrum en honum sjálfum. væri ekki rétt að segja af sér sem formaður BSRB og sinna kannski heilbrigðismálum.  Hvernig væri nú að maðurinn tæki sig saman og setti fram einhverja stefnu um hvernig spara eigi í hans ráðuneyti. Allar stofnanir ríkisins í þessum flokki bíða eftir stefnu frá manninum en ekkert kemur.

Já það er auðvelt að vera ráðherra ef maður getur sjálfur sett upp leiktjöldin sem falla best hverju sinni að óskum fjölmiðla.  Það var svo vel skrifða um daginn að fáum tekst eins vel og Ömma að segja svo mikið um svo lítið. Er það ekki einmitt einkenni leiksýninga, líka þeirra þar sem sami leikarinn fer með mörg hlutverk?

Jón

Jón Jónsson (já ég heiti það) (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband