Norðmenn samir við sig

Norðmenn eru alltaf samir við sig þegar semja þarf um fiskveiðar. Strögl þeirra í síldarsamningum vegna vorgotssíldarinnar er alþekkt og þeir vildu aldrei viðurkenna að gengi inn í íslenska lögsögu. Sama er nú uppi á teningnum með makrílinn. Norðmenn þurfa, eins og reyndar Hafró líka, að gera sér grein fyrir því að fiskar hafa sporð. Fiskurinn fylgir kjörhita sínum í sjónum og leitar þangað sem ætið er. Breytt hitastig sjávar er nú þegar farið að gera það að verkum að ýmsar fisktegundir færast nær landinu. Skötuselur er til dæmis farinn að veiðast upp undir fjörum sem var óþekkt áður. Loðnan heldur ekki uppi hefðbundnu göngumynstri, þótt hrygningarstöðvarnar virðist hinar sömu. Svona mætti lengi telja. Mér líst vel á hve Steingrímur er harður við Norðmenn og þeir eru engir englar, eins og þeir halda fram. Kannski ætti hann að fá Seðlabankastjórann til liðs við sig.
mbl.is Viljum aðgang að samningaborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband