Nú hlakkar í Framsókn

Nú geta Framsóknarmenn heldur betur sett sig á háan hest. Þótt Sigmundur Davíð komi þarna inn einn og sem hreinn sveinn þá situr hann ekki í þingflokknum. Hann kemur þó fram og segir frá afstöðu þingflokksins. Rosalegu hlýtur að hlakka í Framsóknarmönnum núna að geta sett tveggja mánaða ríkisstjórninni skilyrði í öllu klúðrinu, sem þeir eru ásamt íhaldinu, búnir að steypa yfir þjóðina á liðnum áratugum. Með eina hreina framsóknarsveininn í formennsku koma þeir nú eins og frelsandi englar.
mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dorje

já djö.....er þetta þreytandi, búið að sökkva öllu sem hægt er að sökkva, en þeir kannast ekkert við að hafa tekið þátt í því.......Koma svo með einhverja úrslita kosti og bla bla bla bla bla bla............

Dorje, 30.1.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband