Skítalykt af þessu öllu

Það er gott hjá Kristni Hrafnssyni, einum öflugasta fréttamanni landsins, að koma fram með þetta mál á sínum gamla vinnustað RÚV eftir að hafa verið sparkað frá Stöð tvö. Hann upplýsti þannig hluta af soranum sem tengist útrásinni. Kompás hefur verið besti fréttaskýringaþátturinn, sem boðið hefur verið upp á hérlendis, svo ekki er það vegna lélegrar frammistöðu sem þeim Jóhannesi og Kristni er sparkað af Stöðinni og þátturinn lagður niður. Eitthvað annað og gruggugra liggur að baki þeim uppsögnum og uppsögnum Sigmundar Ernis og Elínar Sveinsdóttur konu hans. Nú þýðir ekkert fyrir Ara Edwald forstjóra 365 og hans fólk að halda því fram lengur að á miðlum 365 séu sjálfstæðar ritstjórnar. Það er bara bull.  Ósvífni Kaupþingsmanna og viðbjóðslegum viðskiptaháttum virðast líka engin takmörk hafa verið sett.  Það er skítalykt af þessu öllu saman.
mbl.is Milljarðalán skömmu fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í mínum huga er alveg ljóst að margfalt meira fé hefur farið úr landi í tengslum við gjörninga óreiðumannanna - "hinna siðlausu rekalda" á síðustu misserum fyrri hrunið. 

Hvað annað skýrir hina stjarnfræðilegu skuld sem þjóðarbúið stendur frammi fyrir núna og búið er að rústa heimilum tugþúsunda hér.  Nefnilega ekkert !

Þessum mannleysum ber að axla ábyrgð á gjörðum sínum, samkvæmt lögum nú þegar.

Er það nú einföld krafa til nýrrar stjórnar að þeir hafi manndóm í sér til að taka á þessu. Það verður prófið !

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:18

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það á að boykötta öll fyrirtæki sem tengjast þessu fólki. Koma svo.

Rut Sumarliðadóttir, 28.1.2009 kl. 12:17

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og svo virðist ólöglegt að snerta við nokkrum manni fuss.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2009 kl. 12:34

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held að fjölmiðlaveldi auðkýfinganna sé að hruni komið...engin trúverðugleiki lengur.

Sigrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 14:28

5 identicon

Það sem mig langar til að vita er hver hin eiginlega ástæða er fyrir uppsögn Sigmundar Ernis og Elínar eiginkonu hans, svo og þeirra Kompáss manna.

Ég hef ekki séð neina eiginlega skýringu á þessum gjörningi.

Ég hvet bara alla landsmenn til að segja upp áskrift að stöð 2 í næsta mánuði til að sýna samstöðu við þessa mjög svo góðu starfsmenn. Það er ekki bara hagræðing hjá fyrirtæki, þegar hjónum sem vinna á sama vinnustað, er sagt upp störfum.

Látum ekki auðvaldið trampa á okkur endalaust.

Hilmar Sigvaldason (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband