Hverjir fá að bjóða?

Eigum við ekki að setja smá kröfur. Útiloka Breta (BP) og Hollendinga (Shell), þessar þjóðir hafa ekki verið að koma svo vel fram við okkur að undanförnu. Aðrar þjóðir geta boðið í eins og þær vilja. 
mbl.is Unnið að útboði á rannsóknarleyfum á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Norðmenn eiga að fá þetta

Hólmdís Hjartardóttir, 27.11.2008 kl. 17:05

2 identicon

Á ekki að finna "Gullskipið" fræga Het wapen van Amsterdam á Skeiðarásandi og leita að huldum sjóði Egils Skallgrímssonar.

Gunn (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 17:15

3 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sammála Halli, auðvitað á að hunsa þá, veit nú ekki um norðmenn, hafa nú ekki alltaf verið svo almennilegir við okkur.

Grétar Rögnvarsson, 27.11.2008 kl. 17:22

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er hárrétt Grétar okkur hefur ekki tekist að semja við Norðmenn um eitt eða neitt í fiskveiðimálum. Þeir voru þó skárri við okkur núna og kannski er það vegna væntinga um olíuna, hver veit.

Haraldur Bjarnason, 27.11.2008 kl. 17:35

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Við skulum allavega útiloka Breta og Hollendinga, það er ekki spurning. Eitthvað stolt verðum við að sýna.

Hitt væri eins og að vera að enda samband og vilja samt gera allt sem þú getur fyrir hinn aðilann, þótt þú þolir hann ekki, bara í von um að fá eitthvað til baka.

Lokum á þá, segi ég. Það á bara að loka og ekki að vera að sleikja rassinn á neinum.

In love and war, anything is leagel, and this is defenitly war!

Lilja G. Bolladóttir, 27.11.2008 kl. 20:46

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Mæli með að samið verði við Saudi Arabíu. Þá fyrst yrði Jón Magnússon vitlaus.

Víðir Benediktsson, 27.11.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband