Til hamingju Steingrímur

Steingrímur Hermannsson áttræður, full ástæða til að óska honum heilla. Steingrímur gerði margt gott á sínum langa stjórnmálaferli. Þó er það nú svo að í minningunni hjá mér standa upp úr ein stærstu mistök sem hann gerði á ferlinum. Það var þegar hann ásamt Þorsteini Pálssyni leiddi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og launavísitala var afnuminn í ríflega 100% verðbólgu en lánskjaravísitala var látin óáreitt. Þetta var að mig minnir árið 1983. Ég og fjöldi annarra á svipuðum aldri, sem nýlega höfðum fest kaup á húsnæði, biðum mikið tjón af þessu og flestir eru enn að súpa seiðið af þessu.

Því miður hafa þeir sem á eftir komu í stjórnmálum lítið lært af þessu. Lánskjaravísitalan er enn við líði, ekki það að hún geti ekki verið réttlætanleg áfram en forsendurnar fyrir henni eru vonlausar, grunnurinn sem reiknað er út frá er einfaldlega óréttlátur gagnvart almennu launafólki.

  


mbl.is Steingrímur Hermannsson 80
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég var líka í þessum stóra hópi "vísitölufórnarlamba" og kann þessum mönnum engar þakkir fyrir....ég verð nú bara að segja það.  Aftur á móti er orðið svo langt síðan og svo margir komið að stjórnuninni síðan þetta var, sem hafa lofað bót og betrun en standa ekki við neitt að ég get í dag alveg óskað þessum reffilega karli til hamingju með daginn....ég verð nú bara að segja það.

Sigrún Jónsdóttir, 23.6.2008 kl. 00:51

2 Smámynd: Gulli litli

já, eiginlega ættum við að óska okkur til hamingju með að Steingrímur er hættur í stjórnmálum....

Gulli litli, 23.6.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband