Björgunarsveitir eru lykilatriði, eru þær á litaðri olíu?

Þegar maður fylgist með fréttum af þessum hamförum á Suðurlandi þakkar maður fyrst og fremst fyrir hve gott fólk við eigum sem fórnar sér í sjálfboðavinnu endalaust. Það er ekki til sú þjóð í heiminum sem á eins frábært björgunasveitalið og við. Fólk sem fórnar sér og vinnur allt án endurgjalds, þetta eru fagmenn. - Vonandi að Vegaeftirlitsmenn séu ekki að stoppa þá núna og tékka á hvort þeir keyra á litaðri olíu eða ekki. - Mér fannst Björn Bjarnason koma vel fram áðan í viðtali í útvarpinu, jarðbundinn og vita sitt hlutverk. - Það er nefnilega þetta sem við eigum að leggja áherslu á; gott heilbrigðisstarfsfólk og björgunarsveitr, ekki her eða vopn. - Fjölmiðlar standa sig vel, að vísu er fréttastofa Sjónvarps svoldið á hælunum, kannski vegna þess að búið er að leggja niður tengslanet, það þarf að hafa nokkra klára í myndatöku á hverjum stað á landinu. - Fréttastofa útvarpins fer á kostum, Broddi kann sitt fag.
mbl.is Stærðin á bilinu 6,1 til 6,2 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Jahá, við eigum afburðarfólk sem kemur að svona málefnum, bæði slökkviðliðsmenn, sem eru einnig sjúkraflutningsmenn, Almannavarnir sem standa á bak við allar svona aðgerðir, björgunarsveitir, Landhelgisgæsluna og svo kemur slysadeild LSH alltaf að svona málum líka, bæði með því að senda sveit á vettvang og líka með því að skipuleggja flæði sjúklinga á LSH á svona tímum. Bæðí eru einhverjir stöðvaðir beint í móttöku slysadeildarinnar, þegar yfirvofandi álag er fyrir höndum, fólk er vinsamlegast beðið um að leita aftur til slysadeildarinnar á morgun, ef ekki þeir hafi þeim mun alvarlegri kvilla, og svo eru skipulagðar útskriftir af öllum deildum sjúkrahússins, þ.e. allir sem mögulega geta farið heim, eru útskrifaðir, til þess að að auka rými spítalans og rými til að taka við nýjum, alvarlega veikum. Það er ákveðin áætlun sem fer í gang á LSH, þegar einhverjar hamfarir eiga sér stað.  Og þá megum við ekki gleyma því, að það er ekki síður þeim sjúklingum að þakka, sem yfirgefa spítalann fyrir ákveðinn útskriftardag, eða þeirra aðstandendum sem taka við þeim, kannski áður en útskrift er algjörlega tímabær. Það hliðra allir til í svona aðstæðum. Og öllum ber að þakka. Það eru margir sem koma að svona málefnum, beint og óbeint. Þarna stöndum við saman þótt við gerum það aldrei annars. ....held ég....

Lilja G. Bolladóttir, 30.5.2008 kl. 03:19

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

ónei, ég sé að ég gleymdi að nefna lögregluna..... það var auðvitað alveg óvart, því hún spilar að sjálfsögðu stórt hlutverk líka.....

Lilja G. Bolladóttir, 30.5.2008 kl. 03:21

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Takk Lilja. Auðvitað koma fleiri að og ég gleymdi að telja upp lögguna sem gegnir lykilhlutverki og fjölda manna sem er í slökkviliði á þessum stöðum, flestir eru þeir í öðrum störfum líka en sinna slökkviliðsstörfum og sjúkraflutningum af hugsjón.

Haraldur Bjarnason, 30.5.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það virtist sem allir aðilar hefðu tekið fljótt og fumlaust við sér í gær.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.5.2008 kl. 10:57

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það virtist sem allir aðilar hefðu tekið fljótt og fumlaust við sér í gær. Og ég er sammála þer með áherslurnar.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.5.2008 kl. 10:57

6 identicon

Já þetta gekk allt mjög vel fyrir sig virðist vera. En eins og hefur komið fram i viðtölum, þá virðast þeir hafa lært af skjálftanum 2000.

En jú björgunarsveitin má nota litaða olíu.

Andrir (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 16:50

7 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Björgunarsveitir landsins eru á vakt 365 daga á ári 24 tíma á sólarhring og þeir sem þar starfa gera það einungis áhugans og ánægjunar vegna.  Þetta er upp til hópa virkilega vel þjálfað fólk, í minni sveit eru til að mynda 2 sjúkraflutningamenn á útkallsskrá og flestir aðrir með góða grundvallarþekkingu á skyndihjálp og ýmsu öðru sem tengist þessari vinnu.

Það er nánast einsdæmi á heimsvísu þetta kerfi okkar, því að þó að það starfi sjálfboðaliðar við björgunarstörf í öðrum löndum þá eru þeir ekki þeir sem sjá um pakkan frá a-ö eins og hér er.

Eiður Ragnarsson, 30.5.2008 kl. 16:51

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eiður þetta er nákvæmlega það sem ég meina. Ég þekki marga björgunarsveitarmenn og veit að þetta starf er ómetanlegt fyrir þjóðfélagið. Þetta með lituðu olíuna, Andri, kom til vegna þess að um daginn voru björgunarsveitarmenn frá Akranesi stöðvaðir af vegaeftirlitinu, sem gaf þeim í skyn að þeir mættu ekki vera með litaða olíu bílnum nema vera í útkalli. Þeir voru að koma úr æfingabúðum á Snæfellsnesi. Ríkið er að spara sér milljarða með þessum björgunarsveitum og þær þurfa auðvitað að æfa sig. Það er lágmark að þeir fái ódýrari olíu.

Haraldur Bjarnason, 30.5.2008 kl. 16:59

9 identicon

Klárlega frábært framlag hjá þeim sem eru í björgunarsveitunum.

Heyrði þetta um daginn en skildi það þannig að þeir mættu ekki nota litaða olíu í einkaerindum, þeir hljóta að mega nota olíuna við æfingar og annað, trúi bara ekki öðru.

Andrir (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband