Kannski er kominn tími til að tengja

Afstaða almennings til Evrópusambandsins virðist vera á þann veginn þessa dagana að þangað hafi Íslendingar eitthvað að sækja, ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fólk virðist nokkuð samstíga í þessu. Enginn munur er á afstöðu kynjanna og nánast enginn eftir búsetu, þannig að landsbyggðarfólk ekki síður en þeir sem búa á höfuðborgarsvðinu hallast orðið að því að þessi mál séu skoðuð.

Ekki er nokkur vafi á að sviptingarnar í efnahagslífinu að undanförnu og sá raunveruleiki að Ísland er ekki lengur afskipt eyland, ráða mestu um að fólk er í dag tilbúnara en áður til að líta til annarra Evrópulanda. Málið er bara einfaldlega það að öll okkar efnahagslega afkoma er ekki lengur bara háð því hvernig árar í íslenskum sjávarútvegi eins og lengst af. Þar spila nú utanaðkomandi hlutir stærri rullu en áður og því er eflaust ekki til neins fyrir okkur að loka okkur af hér á skerinu lengur. Við verðum að skoða hvaða möguleika við eigum í stærra samfélagi þjóða. Kannski er kominn tími til að tengja, eins og Skriðjöklarnir norðlensku sungu um í eina tíð.


mbl.is 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Góðan dag. Hef ekki trú á að þetta mál verði skoðað af einhverri alvöru, ja frekar en önnur mál  sem almenningur hefur tjáð sig um. Ekki frekar en eftirlaunafrumvarpið umdeilda sem Samfylkingin og þá sérstaklega núverandi utanríkisráðherra sagði að væri hneisa og yrði lagað ef umboð fengist til þess! Umboðið er fengið en ekkert bólar á breytingum. Það er helst Valgerður Bjarnadóttir sem man loforðið.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 20.4.2008 kl. 10:19

2 identicon

Já ég held að þetta sé einmitt tíminn til að tengja, fyrst við erum líka búin að innleiða flest af því versta úr Evrópusambandinu.

En erum við þá ekki eiginlega að neyða Nossara og Lichtensteina til gera hið sama? 

Andrir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Er nokkuð annað að gera en hefja umræður og sjá þá hvernig við getum fengið okkar "sérþarfir" metnar.

Meðan við vitum ekki hvernig þeir taka á móti okkur vitum við í raun og veru ekki hvað felst í aðild, þó svo að við séum nú þegar komin með stóran þá af reglum þeirra eða 75%.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.4.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er nú einmitt það sem spurt var um í þessari skoðankönnun Guðrún Þóra. Hvort við ættum að hefja viðræður um þetta. Það hlýtur að vera komið að því. - Ákvörðunin getur ekki legið fyrir fyrr en að þeim loknum.

Haraldur Bjarnason, 20.4.2008 kl. 12:19

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Við töpum ekkert á því að sækja um, við munum bara fá aðildarsamninga til að geta reist umræðuna á. Það vantar mjög mikið í dag, því margir sem eru á móti aðild eru með allskonar upphrópanir sem eiga ekki við nein rök að styðjast, en það er í raun ekki hægt að slá þannig upphrópanir af borðinu ef maður er ekki með aðildarsamninga Ísland í höndunum.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 20.4.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband