Ótrúlegt

Það er ótrúlegt að fiskverkandi, sem hefur vandað til framleiðslu sinnar, þurfi að lúta lægra haldi fyrir yfirborðskenndum aukaefnum, sem þar að auki virðist óheimilt að nota. Nú þarf Matvælastofnun verulega að taka til hjá sér. Eitthvað er bogið við starfsaðferðir þar á bæ. Saltfiskurinn frá Kalla Sveins á Borgarfirði eystra hefur alltaf verið fyrsta flokks enda unninn úr fersku hráefni og vandað til allrar verkunar þar.
mbl.is Hættulegt fyrir orðspor okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það vantar algerlega í umræðuna hvaða efni er verið að nota og hvernig..  áður en það er gert er þessi umræða tóm tjara.

Óskar Þorkelsson, 19.9.2010 kl. 12:44

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það kemur fram í fréttinni Óskar að það er fosfat til gera fiskinn hvítari, sem ekki er leyfilegt í Evrópu. Ég vil nú helst hafa saltfiskinn með gamla gula litnum og helst sólþurrkaðan.

Haraldur Bjarnason, 19.9.2010 kl. 14:00

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fiskur inniheldur 5-7 % af fosfati.. svo spurningin er hvort að hann sé ekki að meina eitthvað annað efni en fosfat.

Fosfat er mikið notað í matvælaiðnaði, kjöt og fisk. 

Óskar Þorkelsson, 19.9.2010 kl. 16:42

4 identicon

Í hvaða gæðaflokki er saltið sem notað er við saltfiskverkun á Íslandi?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 17:29

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

salt í saltfiskverkun er oft annanrs og þriðjaflokks því það er ódýrast.. fullt af allskonar aukasteinefnum td

Óskar Þorkelsson, 19.9.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband